Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 96

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 96
Breiðan í Laxá í Aðaldal. Draumastaður margra veiðimanna. sleppingum og lagfæringum á göngu- leiðum og hrygningarskilyrðum. Af framantöldu má sjá að horfur fyrir íslenzka stangveiðimenn eru góðar í framtíðinni ef ekkert óvænt kemur upp. íslendingar hafa verið blessunar- lega lausir við sjúkdóma í vatnafiskum sínum og vonandi að svo verði áfram. Strangar reglur eru um sótthreinsun veiðarfæra erlendra veiðimanna, sem koma hingað til lands og hafi þeir ekki vottorð frá dýralækni í heimalandi sínu um sótthreinsun, eru öll veiðitæki tekin og sótthreinsuð af íslenzku tollgæzl- unni. Þessar ráðstafanir og aðrar eiga að tryggja eins og frekast verður unnt gegn ægivaldi fisksjúkdómanna. Að lokum látum við hér fara stuttar hugrenningar veiðimanns á sumar- kvöldi. „Það var farið að skyggja örlítið og rúmur klukkutími eftir af veiðitím- anum. Þetta var fyrsti dagur veiðanna og ég hafði ekki orðið var þótt nóg væri af stökkvandi laxi. Hann leit hreinlega ekki við agninu hjá mér. Ég var orðinn dálítið óþreyjufullur, en vissi þó að það hlyti að koma að því að hann tæki. Ég tók litla fallega dökka flugu, sem kunningi minn hafði hnýtt og fært mér áður en ég lagði af stað með þeim orð- um að hana skyldi ég reyna, er líða færi á daginn og ef annað hefði ekki gengið. Sjálfur komst hann ekki með í þetta skipti vegna veikinda og mér hlýnaði um hjartaræturnar er ég fann hve inni- lega hann óskaði mér góðrar ferðar. Ég sendi honum hljóðar þakkir um leið og ég hnýtti fluguna á og allt í einu fór um mig straumur eftirvæntingar og ég fann á mér að nú myndi eitthvað gerast. Ég stóð við uppáhalds hylinn minn og byrjaði á stuttum köstum til að sjá hvemig flugan færi í vatninu. I 4. kasti sá ég skyndilega ólgu á yfirborðinu þar sem flugan lendi og er ég dró hana hægt að mér sá ég mikil boðaföll og áður en varði stökk fallegur lax á fluguna. Ég fann hvemig adrenalínið streymdi um æðar mér um leið og ég reisti stöngina og fann eldsnöggt átakið. Laxinn tók Framhald á bls. 85 Mikið átak hefur verið gert í fisktæktarmálum á undanförnum árum. J

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.