Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 18

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 18
Almenningur á íslandi gerir gífur- legar kröfur til afreksmanna okkar sem keppa á alþjóðlegum mótum og hefur gagnrýni á frammistöðu þeirra af hálfu almennings og fjölmiðla oft á tíðum verið harkaleg. Skemmst er að minnast þátttöku íslenska skíða- landsliðsins á Ólympíuleikunum í Lillehammer fyrir skömmu, þar sem íþróttamennirnir voru dæmdir harkalega og talað um lálegan ár- angur. En hversu lélegur var árang- urinn? Til hvers getum við ætlast af okkar íþróttamönnum miðað við það hversu miklu fé er varið til íþróttastarfssemi og til styrktar af- reksmönnum og hversu miklu þarf að verja til að við eignumst íþrótta- menn sem vinna til gullverðlauna á heimsmeistaramótum og Ólympíu- leikum. Fengnir voru fimm afreks- menn til að lýsa skoðunum sfnum og reyna að nálgast það sem til þarf. Það skal tekið fram að íþróttamenn- irnir, sem allir stunda einstaklings- íþróttir, voru beðnir um að reyna að gera sér grein fyrir því hversu mikla fjármuni og aðstöðu þeir þyrftu til að geta einbeitt sér að íþrótt sinni, með gullverðlaun í huga. Þaðeróhættaðfullyrða miðaðvið niðurstöðurnar, og það er samdóma álit íþróttamannanna, að það sé fjar- lægur draumur að við eignumst slíkt afreksfólk. íslendingar geti ekki á nokkurn hátt keppt við afreksmenn þeirra þjóða sem fremst standa. I samvinnu við Sigurð Einarsson spjótkastara tókum við saman hve háar fjárhæðir þyrftu að lágmarki að koma til til að viðkomandi afreks- maður gæti stundað íþrótt, með fyrr- greind markmið að leiðarljósi. Sig- urður hefur mikla reynslu og veit hvað til þarf, enda segir hann hér í viðtali að peningaleysi séu í raun sá þáttur sem komið hafi í veg fyrir að hann hafi náð þessum árangri. Niðurstaðan: 4,5 milljónir, og það er lágmark, en menn verða að gera sér það Ijóst að þessi fjárhæð í eitt ár dugar íþróttamanninum ekki, heldur má gera ráð fyrir sömu upphæð í um 10 ár, eða45 milljónum króna. Þessir fjármunir eru notaðir til að greiða ferðakostnað og æfingabúðir auk að- stoðar s.s. vegna þjálfara, lækna og nudds, bætiefni og vítamín auk fram- færslu. Þá er gert ráð fyrir sparifé til að mæta ófyrirsjáanlegum kostnaði. Sigurður Einarsson spjótkastari Afreksmannasjóður ÍSÍ styrkir bæði efnilega íþróttamenn og afreks- menn og skiptist styrkveitingin í tvennt, a-styrk og b-styrk. Styrkirnir eru veittirtil sex mánaða í senn oger a-styrkurinn 80 þús. á mánuði, en b-styrkurinn 40 þúsund. Af viðmæl- endum okkar eru þeir Daníel Jakobs- son, Tryggvi Nielsen og Sigurður Ein- arsson á b-styrk. Sundurliðun Ferðakostnaður 1.000.000 Æfingabúðir 225.000 Þjálfari 500.000 Læknisaðstoð 250.000 Nudd og hnykkingar 150.000 Næringar og bætiefni 300.000 Framfærsla 1.400.000 Sparifé 565.000 Samtals 4.500.000 18

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.