Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 18
Almenningur á íslandi gerir gífur- legar kröfur til afreksmanna okkar sem keppa á alþjóðlegum mótum og hefur gagnrýni á frammistöðu þeirra af hálfu almennings og fjölmiðla oft á tíðum verið harkaleg. Skemmst er að minnast þátttöku íslenska skíða- landsliðsins á Ólympíuleikunum í Lillehammer fyrir skömmu, þar sem íþróttamennirnir voru dæmdir harkalega og talað um lálegan ár- angur. En hversu lélegur var árang- urinn? Til hvers getum við ætlast af okkar íþróttamönnum miðað við það hversu miklu fé er varið til íþróttastarfssemi og til styrktar af- reksmönnum og hversu miklu þarf að verja til að við eignumst íþrótta- menn sem vinna til gullverðlauna á heimsmeistaramótum og Ólympíu- leikum. Fengnir voru fimm afreks- menn til að lýsa skoðunum sfnum og reyna að nálgast það sem til þarf. Það skal tekið fram að íþróttamenn- irnir, sem allir stunda einstaklings- íþróttir, voru beðnir um að reyna að gera sér grein fyrir því hversu mikla fjármuni og aðstöðu þeir þyrftu til að geta einbeitt sér að íþrótt sinni, með gullverðlaun í huga. Þaðeróhættaðfullyrða miðaðvið niðurstöðurnar, og það er samdóma álit íþróttamannanna, að það sé fjar- lægur draumur að við eignumst slíkt afreksfólk. íslendingar geti ekki á nokkurn hátt keppt við afreksmenn þeirra þjóða sem fremst standa. I samvinnu við Sigurð Einarsson spjótkastara tókum við saman hve háar fjárhæðir þyrftu að lágmarki að koma til til að viðkomandi afreks- maður gæti stundað íþrótt, með fyrr- greind markmið að leiðarljósi. Sig- urður hefur mikla reynslu og veit hvað til þarf, enda segir hann hér í viðtali að peningaleysi séu í raun sá þáttur sem komið hafi í veg fyrir að hann hafi náð þessum árangri. Niðurstaðan: 4,5 milljónir, og það er lágmark, en menn verða að gera sér það Ijóst að þessi fjárhæð í eitt ár dugar íþróttamanninum ekki, heldur má gera ráð fyrir sömu upphæð í um 10 ár, eða45 milljónum króna. Þessir fjármunir eru notaðir til að greiða ferðakostnað og æfingabúðir auk að- stoðar s.s. vegna þjálfara, lækna og nudds, bætiefni og vítamín auk fram- færslu. Þá er gert ráð fyrir sparifé til að mæta ófyrirsjáanlegum kostnaði. Sigurður Einarsson spjótkastari Afreksmannasjóður ÍSÍ styrkir bæði efnilega íþróttamenn og afreks- menn og skiptist styrkveitingin í tvennt, a-styrk og b-styrk. Styrkirnir eru veittirtil sex mánaða í senn oger a-styrkurinn 80 þús. á mánuði, en b-styrkurinn 40 þúsund. Af viðmæl- endum okkar eru þeir Daníel Jakobs- son, Tryggvi Nielsen og Sigurður Ein- arsson á b-styrk. Sundurliðun Ferðakostnaður 1.000.000 Æfingabúðir 225.000 Þjálfari 500.000 Læknisaðstoð 250.000 Nudd og hnykkingar 150.000 Næringar og bætiefni 300.000 Framfærsla 1.400.000 Sparifé 565.000 Samtals 4.500.000 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.