Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 42

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 42
40 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 2. Þéttleiki sáð- gresis þremur árum eftir sáningu. Average percentage cover following seeding and ap- plication of fertilizer. slegnir, myndaðist talsverð sina, sem hindr- aði sprettu og kætði jafnvel vorgróður og feygði svörðinn, svo að skellur komu í reit- ina af þeim sökum. Einnig bar á því, að gæsir vendu komu sína í reitina, bitu gróð- urinn og teddu í svörðinn, og hefur það haft nokkur áhrif á uppskerumælingar. A töflu I sést nánar, hver þéttleiki svarð- arins var á einstökum tímum eftir sáningu og árlega áburðardreifingu. Túnvingullinn gaf þéttari svörð en hinar tegundirnar tvær, og þéttust túnvingulsreitirnir stöðugt við ræktunina, þar til sumir reitirnir voru nær alþaktir, svo sem á athugunarstaðnum við Jökulheima. Vallarfoxgrasið og háliðagras- ið mynduðu gisnari svörð en túnvingull- inn, og var liáliðagrasið einkum áberandi gisið (mynd 2). Af mælingum þeirn, sem gerðar voru á blaðlengd og axhæð á mismunandi tímum, má marka, hvernig hæðarvexti var háttað (sjá töflu fl). Sáningarárið var hæðarvöxt- ur lítill um haustið á öllum tegundunum, en var þó heldur meiri á túnvingli en öðr- um tegundum og meiri á gróðri í Jökul- heimum en við Stóra-Fossvatn. Spretta virtist annars hefjast fyrstu viku í júní og halda áfrarn fram í miðjan sept- ember, en sölnunar tók að gæta eftir þann tínta. Voru hæðarmælingar á gróðri sam- bærilegar við það, sem fæst í uppgræðslu- reitum á láglendi, nema hve vallarfoxgras reyndist lágvaxnara. TAFLA 1 Meðaltal mælinga á þéttleika gróðurs á Tungnaáröræfum eftir endurtekna áburðarnotkun. Average percentage cover following seeding and application of fertilizer at elevation 580—660 m. above sea-level. Hula % Cover % Tegund Species Fyrir sáningu Before seeding Eftir sáningu Following seeding 1960 1961 1962 Túnvingull Festuca rubra 0 60 77.5 90 Vallarfoxgras Phleum pratense 0 47.5 62.5 65 Háliðagras Al. pratensis 0 30 50 40

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.