Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 53

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 53
EFNAINNIHALD OG MELTANLEIKI ÚTHAGAPLANTNA 51 Sortulyng - Arctostaþhylos uva ursi Hráeggj ahvita Eggjahvítumagnið er hæst í öllum teg- undum, nema sortulyngi, á tímabilinu 15. maí—1. júní, eða þegar eftir að spretta þeirra hefst. Síðan tekur það að lækka og er orðið lágt í lok ágúst. Lágmarki hefur það yfirleitt náð 1. októher. í túnvingli helzt eggjahvítumagnið lítið breytt fram yfir miðjan júlí, enda er hann að mynda ný blöð fram að þeim tíma. Innihaldið breytist lítið yfir veturinn og er þá 6—8%. Það hækkar skyndilega, er spretta hefst að nýju vorið 1966, og enn er það á tímabil- inu 15. maí—1. júní. Þessar breytingar eftir árstíma eiga sér ekki stað í sortulyngi, og er innihald þess aðeins um 3—4%. Hæst kemst eggjahvítumagnið í gulvíði, 27% í júní 1965, en lækkar mjög ört. Fosfór Um fosfórinnihald plantnanna úr Heið- mörk gegnir svipuðu máli og um hráeggja- hvítuna. Það er hæst 15. maí— 1. júní, en lækkar síðan ört og er orðið mjög lágt þegar í júlí. Lágmarki hefur það náð 1. október. Sortulyng er undantekning, og er innihald þess lágt og nær óbreytt, 0.06— 0.08%, allt söfnunartímabilið. Fosfórinnihaldið kemst hæst í víði, en fellur þar einnig örast. í túnvingli er inni- haldið mjög lágt fyrra sumarið, sem safn- að var, og aldrei meira en 0.15%, en vorið eftir kemst það í 0.22%, sem er talið sæmi- legt. Innihaldið helzt lítið breytt fram til ágústloka.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.