Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 70

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 3. Samanburður á lofthita á Sandi, Aðaldal (heil lína) og jarðvegshita í 5 crn dýpi (brotnar linur). Temperaiures in air (continuous line) and soil at 5 cm depth (broken lines) at various sites and periods. með 3 m millibili á línum frá austri til vesturs eða samsíða íyrrnefndum línum. Stærð uppskerureits var 0.50 mX0.25 m = 0.125 m2. Var uppskeran vegin og síðan greind hlutdeild eggjahvítu og trénis. NIÐURSTÖÐUR Hitamœlingar Jarðvegshiti var sem fyrr segir mældur í 5 cm dýpi umhverfis skaflinn og á einni stöð undir skaflinum. Aflestur var kl. 8.00, 14.00 og 20.00 að meðaltíma. Niðurstöður þessara mælinga sjást í töflu 1. Eins og sjá má, var jarðvegshitinn um frostmark undir skaflinum, en fór ört vax- andi, undir eins og snjórinn var bráðnað- ur. Tvo síðustu mælingardagana lækkaði hitinn aftur vegna kólnandi veðurs. Stöðv- ar 1 og 2 voru uppi í hallanum ofan við skaflinn, en stöð 4, 5 og 6 voru hins vegar neðan við skaflinn. Kalt leysingarvatnið rann því úr skaflinum og gat kælt jarðveg- inn neðan við, en að ofan þornaði jarð- vegurinn hins vegar fljótlega eftir bráðnun skaflsins. Að vísu var veður mjög gott, sól og hiti nær alla dagana, svo að leysingar- vatnið náði aldrei að renna langt niður fyrir skaflinn. Venjulega var mikil bleyta 2—3 m frá skaflröndinni, en þurrt neðar. Sé borinn saman hitinn í stöðvunum ofan og neðan skafls, sést, að hitinn hækkaði örlítið fyrr á stöðvunum ofan skafls. Þegar frá leið og þorna tók fyrir neðan, varð hitinn svipaður. Þetta má t. d. sjá við sam-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.