Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 71
VAXTARKJÖR GROÐURS VIÐ SKAFL 69 Mynd 4. Samanburður á hámarks- og lágmarkshita í lofti (heil lína) og í 5 cm jarðvegsdýpi (brotin lína) í stöð 5. Maximum and minimum temperatures °C in air (continuous line) and soil at 5 cm depth (broken line) at site 5. anburð á liita í stöðvum 2 og 4, sem komu undan skaflinum um svipað leyti. Sem fyrr greinir, var veður mjög gott dagana 11.—17. júní eða fyrsta til sjöunda atliugunardag. Bráðnaði skaflinn því mjög ört og hvarf alveg af svæðinu sjöunda at- hugunardaginn. Daginn eftir kom köld norðanátt, og héizt kuklinn í nokkra daga. Má t. d. á töflu I sjá, hvernig jarðvegshit- inn lækkar úr 13 til 15° C niður í 8 til 10° C. Á mynd 3 má sjá, liver álnif lofthitinn, mældur á Sandi í Aðaldal, hefur á jarð- vegshitann á athugunarstöðvunum. Encla þótt jarðvegshiti fyfgi í meginatriðum hfýn- andi lofti, getur hann orðið meiri en loft- hitinn vegna geislunar. Þannig varð hitinn í jarðveginum í stöðvum 1—6 meiri en loft- liitinn annan og þriðja athugunardag. Þannig getur jarðvegurinn oiðið heitari en loftið og síðan jafnvel hitað loftið við leiðslu. Önnur er ástæðan fyrir því, að jarðvegshitinn sjöunda, áttunda og níunda athugunardag er meiri en lofthitinn. Kóln- andi veður kemur strax fram á lofthitan- um, hins vegar hefur jarðvegurinn mikinn eðlisvarma og kólnar hægt. í línuritinu má einnig sjá, hvernig hitinn jókst miklu hraðar I stöð 2, sem var ofan skafls, en í stöð 4, sem var neðan skafls. Hins vegar var liitinn mjög svipaður á öllum mæling- arstöðvunum síðustu athugunardagana.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.