Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Side 72

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Side 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR Mynd 5. Þverskurðarteikning af skafli, er sýnir yfirborð fyrsta til sjötta athugunardag. Cross section of snowdrift showing six surface stages during melting. Á mynd 4 eru niðurstöður lágmarks- og hámarkshitamælinga jarðvegs í stöð 5 færð- ar í línurit. Sést þar, að lágmark nætur- innar fer sívaxandi, að tveimur síðustu dög- unum undanskildum. Einnig fór hámarks- hiti dagsins vaxandi, nerna tvo síðustu dag- ana. Sést þarna, hver áhrif kuldakastið hafði á jarðvegsliitann. Á tveimur sólar- hringum lækkaði lágmarkshiti næturinnar í jarðveginum um 2.0° C og hámark dags- ins um 3.8° C. Þá lækkaði lágmark loft- hitans um 5.3° C og hámark lofthita um 10.3° C. Af þessu er auðsætt, hve seint jarð- TAFLA 2 Eðlisþyngd skafls kl. 15.00 fjórða athug- unardag (hinn 14. júní). Stöð Site E 2 0.55 3 0.56 4 0.95 vegurinn tekur hitabreytingum. Lofthita- gildin eru ætíð hærri, nema síðasta daginn, er hitinn minnkaði hraðar í lofti en jarð- vegi. Mælingar á skafli og klaka Sem fyrr greinir, bráðnaði skaflinn rnjög hratt í vorhlýindunum. Skafljaðarinn færð- ist um það bil einn til þrjá metra livern sólarhring, jafnt eystri eða efri jaðarinn sem hinn neðri (mynd 5). Undir öllum skaflinum var hörð klakaskel, en hins veg- ar var þar enginn klaki í jiirðu. Bendir allt til þess, að snjórinn hafi lagzt á þíða jörð og klakaskelin í skaflbotninum annað- hvort myndazt þá eða við frost eftir haust- hláku. Einnig mátti greina tvö eða þrjri slík. klakalög ofar í skaflinum, og voru það væntanlega skil rnilli snjóalaga og rnerki eftir hlákur frá því um veturinn. Snjórinn í skaflinum var grófur, stór- kristallaður og laus i sér, nema við jaðrana, þar sem allur snjór var bráðnaður af klaka- skelinni. Þar var harður klaki, og við neðri (vestari) jaðarinn seig fram vatn ofan á klakanum, svo að þar myndaðist krap. Fjórða dag athugunarinnar var eðlis- þyngd snjósins mæld, og birtast niðurstöð- ur í töflu 2. Þar má sjá, að eðlisþyngd var svipuð á tveimur athugunarstöðvum skafls- ins, en í krapa í skafljaðrinum var eðlis- þyngd rneiri og nær sönr og í vatni. Skaflþykkt var nræld þrisvar sinnunr á dag á þeinr þrenrur athugunarstöðvum, senr skaflinn náði yfir í byrjun. Mynd 5 sýnir

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.