Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 84

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 84
82 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ar búfræðigreinar, sem borizt hafði frá ís- landi, en var stafsettnr upp á norskn. — Annað dæmi: Islenzkur sendiráðsmaður í Stokkhólmi, að vísu frændi minn, var í samkvæmi þar í borg og hitti indverskan starfsbróður, tók hann tali og fór að segja honunr frá Mr. Sturluson. Indverjinn hlust- aði á forvitinn, kannaðist ekki við mann- inn fyrst. I>á varð landi vor því ákafari að lýsa honum og verkum hans, þangað til Indverjinn Ijómaði upp og sagði: „Oh, you must nrean Snorri.“ Þetta eru dænri um nrislreppnaða til- hliðrunarsemi þeirra manna, sem eru heim- alningar í hugsun. Erlendur menntamað- ur, sem vill nota sér íslenzkar greinar, er ekki nrikill bógur, ef hann hefur því að- eins gagn af ritgerðinni, að hann lesi ís- lenzk mannanöfn í heimildarritlista aftur á bak, þó að þau séu rituð áfram í texta. Mér er ljóst, að flestir, ef til vill allir, líklegir lröfundar að greinum í íslenzkum landbúnaðarrannsóknum teldu sér nú henta að nota ensku í yfirliti og töflutitl- um eða þýðingu á lreitum ritgerða úr t. d. pólsku. Væri samt ekki frjálslegra að láta hvern höfund um að velja það mál, sem hann vill kynna mál sitt á fyrir umheim- inum? Hann veit bezt, til hverra hann vill snúa sér. Ég fylgi eftir getu skólareglum um ís- lenzka stafsetningu. Engu að síður þykir mér ekki rétt að taka fram fyrir hendurn- ar á þeim, sem vilja víkja frá þeim, enda um málsmetandi höfunda að ræða stund- um. Frjálslegra væri að binda þetta ekki, ef einhverjir taka fram, að þeir óska ann- ars. Eins og ég tók fram í upphafi, tel ég mikla stoð í því að hafa í höndunum leið- beiningar um frágang handrita. Þar sem ég hef áhuga á ritinu, gat ég samt ekki setið á mér að gera nokkrar athugasemdir um ritið og einkum nokkur atriði úr leiðbein- ingunum, sem voru fullmikið fyrirnræli að óþörfu. Beztu kveðjur. Björn Stefánsson. PS. Er ekki hæpið að fyrirskipa að skrifa handrit á quarto blöð, þegar A-staðlarnir ráða húsum? Mér sýnist auglýsingin og leið- beiningarnar vera á A4. Sami. SVAR Birni Stefánssyni er hér með þakkað bréf- ið og athugasenrdir unr leiðbeiningarnar. Abendingin um upphafsstafinn er vissulega rétt, svo og, að A4 blöð henta betur en quarto. Mönnum er auðvitað í sjálfsvald sett, hvort þeir láta þakkarorð fylgja rit- gerðum, en hafi þeir einhverjum að þakka, skal það gert á þeim stað, sem leiðbeining- arnar segja fyrir um. íslenzkar venjur unr ritun mannanafna valda að vonunr erfið- leikum við stöðlun tilvitnana. Því er reynd- ur sá nrillivegur, sem skýrður er í leiðbein- ingunum. Annars er það eindregin ósk ritnefndar, að höfundar fylgi eftir beztu getu þeim leiðbeiningum um franrsetningu og frágang á handritum greina, sem prentaðar eru hér aftast í ritinu. Það léttir störf ritnefndar, auðveldar setningu og gerir efni ritgerða aðgengilegra fyrir lesendur. Ritstjóri.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.