Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 37
DRÁTTARÁTAK VIÐ PLÆGINGU 35
6. mynd: Samanburður á dráttarátaki á spildunum með sömu plógstærð, 1'X,1'6". Merking línanna
vísar til númers á spildunum.
Fig. 6: Comparaison of traction power on the various fields using the same size of plough (1X16").
The denotations of the lines refer to the field numbers.
Eins og fram kemur í 7. töflu, er dráttar-
átak í móajarðvegi 40—56 kg/dm2. Ekki er
unnt út frá 5. mynd að áætla átak óháð
hraða, F Q> en hraðastuðull, e, virðist vera
hár. Stuðullinn, F jy er um 120 kg/dm2.
Einnig hér kemur fram, að flatarátak verður
nokkru minna við notkun tvískera en ein-
skera. Einnig virðist hraðastuðull tvískera-
plógsins vera lægri. Sveiflur í átaki eru mjög
miklar, eins og sést af 7. töflu, vegna þess, hve
jarðvegur var grýttur á köflum.
ÁLYKTANIR.
Af framangreindum niðurstöðum er ljóst, að
þær jarðvegstegundir, sem hér um ræðir, eru
allar innan þeirra marka, sem á Norður-
löndunum eru nefnd „svær jord” (Pedersen,
T., 1967), dráttarátak á bilinu 40—60 kp/
dm2. Þar sem unnt var að bera saman jarð-
vegstegundirnar við erlendar mælingar, eru
niðurstöður mjög svipaðar.
Ætla má, að þær jarðvegstegundir, sem
valdar voru í þessar athuganir, spanni nokk-
urn veginn þá fjölbreytni í jarðvegsgerð,
sem tekin er til ræktunar hér á landi. Af
þessum tegundum krefst nýframræst mýri
mests dráttarátaks við plægingu, eins og sjá
má í 8. töflu og á 6. mynd, en þar er borið
saman dráttarátak með sama plógi á öllum
spildunum. Minnst virðist dráttarátakið vera
á 3. spildu (framræstri mýri) og 5. spildu
(sandjarðvegi). Munur á nýræstri mýri og