Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 73
um var svo mikill, að hann hafði áhrif á af-
kvæmadóm á nautum.
Með leiðréttingu á afurðatölum er að því
stefnt að gera þær óháðar þeim þáttum, sem
leiðrétt er fyrir, og fá þannig öruggara mat
á erfðaeðli einstaklingsins út frá svipfari hans.
Ef gert er ráð fyrir, að með leiðréttingu megi
eyða 20% af breytileika í afurðamagni og
að arfgengi á leiðréttum tölum sé 0,20, þá
eykst öryggi í úrvali, þegar byggt er á einu
afurðaári, um 12%, en í afkvæmadóm, sem
byggður væri. á 50 dætrum, mundi öryggið
aukast um 3,5%. Á þessu sést glöggt, að
langsamlega mest er að vinna með leiðrétt-
ingunum við mat á einstaklingum, þegar
litið er á breytileikann sem tilviljunarkennd-
an. Miklu alvarlegri eru hin kerfisbundnu
áhrif þáttanna, sem geta valdið því að mat
á arfgerðina verður skekkt. Á það má t. d.
benda, að veruleg fylgni er milli burðartíma
hjá sömu kú ár eftir ár, þannig að röng
burðartímaleiðrétting getur magnazt upp,
þegar farið er að nota meðaltal fleiri ára. I
slíku meðaltali verða aldursáhrif aftur á
móti að verulegum hluta tilviljunaráhrif.
Alvarlegust skekkja getur þó orðið við af-
kvæmadóm á nautum, ef dreifing dætranna
á burðarmánuði er verulega ójöfn eða aldurs-
tímadreifing mismunandi milli nauta, eins
og oft á sér stað í reynd.
Þessi rannsókn gefur ákveðnar vísbend-
ingar um, að ársafurðir hafi verulega van-
kanta sem mælikvarða á afurðasemi gripanna.
Þegar ársafurðir eru notaðar, virðist sem í
þeim séu bundin veruleg „skýrsluáhrif”, sem
hafa verið skýrð hér að framan. Þessi áhrif
virðast m. a. geta skýrt verulegan hluta af
þeim víxláhrifum, sem koma fram í afurða-
tölunum milli aldurs og burðartíma. Það,
sem gerir þessi víxláhrif enn alvarlegri, er,
að þeirra gætir mest hjá yngstu kúnum, sem
einmitt eru þær kýr, er afkvæmadómurinn
á nautum hverju sinni er byggður á.
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 71
Mun betri mælikvarði á afurðagem grip-
anna er mjólkurskeiðsnyt. Hammond (1958)
mælti með þeirri aðferð hér á landi með til-
liti til afkvæmarannsókna og þá sérstaklega
á afurðum fyrsta mjólkurskeiðs. Eftir það var
farið að leggja saman afurðir fyrstakálfs-
kvígna fyrstu 43 virkurnar eftir burð, um
leið og skýrslur voru gerðar upp. Uppgjör
skýrslnanna í tölvu gefur enn meiri mögu-
leika nákvæmari og fljótari afkvæmadóms á
nautum eftir afurðum yfir mjólkurskeið.
Búnaðarfélag Islands hefur því í undirbún-
ingi slíka könnun á nyt kvígna á fyrsta mjólk-
urskeiði og notkun framlengingarstuðla, sem
mundi flýta afkvæmadóminum enn meir.
Með því að nota mjólkurskeiðsnyt eru
allar upplýsingar um fyrsta mjólkurskeið
nýttar, með því að nota ársnyt nýtist sára-
lítill hluti vitneskju frá fyrsta mjólkurskeiði,
vegna þess að upplýsingarnar eru fyrst not-
aðar við afkvæmadóm, þegar fyrsta heila
skýrsluárið fæst. Oftast nær fæst þannig heila
skýrsluárið á því ári, sem kýrin ber öðrum
kálfi. Með þessari breytingu ætti afkvæma-
dómur að fást að minnsta kosti hálfu ári
fyrr en með núverandi kerfi. Með notkun á
framlengingarstuðlum fyrir afurðir fyrsta-
kálfskvígna á bæði að mega auka öryggi
afkvæmadómsins og einnig flýta dómi um
nautin. Rannsóknir, sem Auran (1976)
hefur gert í Noregi, benda eindregið til, að
slíka stuðla megi finna með tiltölulega ein-
földum aðferðum, en jafnframt, að stuðlarn-
ir séu óöruggir.
Ætla má, að fyrir mjólkurskeiðsnyt megi
einnig fá öruggari leiðréttingarstuðla fyrir
aldursáhrifum, þar sem hið innibyggða
samband milli aldurs og burðartíma á árs-
afurðum væri rofið.
Sá þáttur, sem ætla má, að þarfnist mestra
rannsókna, áður en unnt er að leggja mjólk-
urskeiðsnyt til grundvallar við afkvæmadóm,
er að finna, hver sé heppilegasti samanburð-