Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 51
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 49
INNGANGUR.
Rannsókn þessi var gerð samkvæmt sér-
stöku samkomulagi Búnaðarfélags Islands og
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Búnað-
arfélag Islands lagði til gögn þau, sem unnið
var úr, en Rannsóknastofnun landbúnaðarins
bar kostnað af rannsókninni sjálfri. Jón Viðar
Jónmundsson, sérfræðingur Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins, vann að rannsókninni.
Er hann aðalhöfundur þessarar skýrslu og
hefur skrifað meginefni hennar. Meðhöf-
undar, þeir Olafur E. Stefánsson og Erlendur
Jóhannsson, ráðunautur Búnaðarfélags Is-
lands í nautgriparækt, samþykktu rannsókna-
aðferðir, áður en verkið hófst, og tóku þátt
í túlkun á niðurstöðum.
A síðustu áramgum hafa orðið verulegar
breytingar á ýmsum þeim þáttum, sem mesm
ráða um framkvæmd kynbótastarfsemi í
nautgriparækt hér á landi.
Arið 1946 hófust nautgripasæðingar í
Eyjafirði með fersku sæði. Á næsm tveimur
áramgum breiddust þær út til nær allra
helzm mjólkurframleiðslusvæða á landinu og
náðu í lok tímabils til tveggja þriðju hluta
kúastofnsins. Djúpfrysting sæðis var hafin
árið 1969, og síðan á miðju ári 1972 hefur
verið notað eingöngu djúpfryst sæði við sæð-
ingar. Með þessari tækni var mögulegt að
koma við sæðingum á kúm um allt land
og um leið að nota sömu nautin um allt land.
Síðan hafa yfir 72% af kúm og kvígum
verið sæddar á ári hverju.
Búnaðarfélag Islands hóf úrvinnslu í tölvu
á skýrslum nautgriparæktarfélaga árið 1971
og síðan 1974 hafa skýrslur allra nautgripa-
ræktarfélaga í landinu verið gerðar upp í
tölvu. Við þessa breytingu á uppgjöri skýrsln-
anna sköpuðust stórauknir möguleikar á meiri
háttar úrvinnslu á afurðatölum.
Afurðatölur úr skýrslum nautgriparæktar-
félaganna yfir dæmr einstaka nauta hafa um
langan tíma verið notaðar við afkvæmadóm
á nautum, fyrst áður en afkvæmarannsókna-
stöðvar hófu starfsemi og síðan ásamt þeim.
Við það að taka upp úrvinnslu skýrslnanna
í tölvu skapaðist grundvöllur fyrir raunhæf-
ara mati á afurðasemi dætra nauta á sæð-
ingarstöðvunum, og em afurðatölur úr
skýrslum nautgriparæktarfélaganna í heild
nú notaðar til viðmiðunar við afkvæmadóm
á naumm stöðvanna. Einnig em nú reikn-
aðar einkunnir fyrir mjólkurmagn fyrir allar
kýr nautgriparæktarfélaganna, sem verið
hafa í skýrslum í heilt ár, og eru þessar
afurðaeinkunnir m. a. notaðar við val nauts-
mæðra.
Til að geta fengið óvilhallan dóm á erfða-
eðli gripanna verður að eyða, eftir því sem
kostur er, áhrifum kerfisbundinna umhverfis-
hátta, sem áhrif hafa á afurðirnar. Þeir þætt-
ir, sem þekktir eru að því að hafa mikil
áhrif á ársafurðir mjólkurkúa, em búsáhrif,
aldur kúnna og burðartími.
Fyrri rannsóknir á áhrifum aldurs og hurðar-
tíma á afurðl' íslenzkra kúa.
Fyrsta athugun á áhrifum burðartíma á af-
urðir kúa hér á landi var gerð af Páli
ZÓPHÓNÍASSYNI (1914). Hann notaði af-
urðatölur fyrir 1274 kýr, sem vom á skýrsl-
um í nautgriparæktarfélögunum skýrsluárið
1909—10. Hann fann mestar afurðir hjá
þeim kúm, sem báru á haustmánuðunum
og fyrri hluta vetrar (september—desember).
Flestar kýrnar í rannsókn Páls báru í þess-
um mánuðum.
Magnús B. Jónsson (1968) gerði um-
fangsmestu rannsókn, sem hefur verið á
áhrifum aldurs og burðartíma á afurðir
íslenzkra kúa. Efniviðurinn í rannsókn hans
voru upplýsingar um nær 12000 skýrsluár