Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 79
ARFGENGI MJÓLKURFRAMLEIÐSLUEIGINLEIKA 77 INNGANGUR. Til þess að geta gert sér grein fyrir, hvernig haga skuli kynbótastarfinu, svo að sem mestur árangur verði af úrvali, er nauðsyn- iegt að þekkja breytileika svipfarsins og að hve miklu leyti sá breytileiki ræðst af erfð- um. Þegar valið er fyrir mörgum eiginleik- um samtímis, þarf auk þess að gera sér grein fyrir innbyrðis tengslum eiginleikanna, bæði erfða- og umhverfisfylgni. Utreikningar hafa sýnt, að árangur af úr- vali fyrir auknum afurðum er verulega háður því, hvert arfgengi eiginleikans er (Magnús B. Jónsson og Jón Viðar Jónmundsson, 1974). Þess vegna er eðlilegt, að nokkur áherzla sé á það lögð að fá sem gleggsta mynd af þessum stuðlum fyrir íslenska kúa- stofninn, til að framkvæmd kynbótastarfsins með tilliti til afurðasemi geti á hverjum tíma orðið sem réttust. Slíkt verður aðeins gert með rannsóknum á sem nýjustum gögn- um úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna. I þessari grein er gerð grein fyrir niðurstöðum slíkrar rannsóknar. YFIRLIT YFIR ELDRI RANNSÓKNIR. Eldri rannsóknir hér á landi, Aðeins ein umfangsmikil rannsókn á erfða- stuðlum fyrir íslenzkar kýr hefur áður verið gerð. Vann Magús B. Jónsson (1968) þá rannsókn og notaði í hana afurðatölur fyrir kýr, sem voru á skýrslu nautgriparæktarfé- laganna í Arnessýslu árin 1960—1963. Stuðlarnir voru metnir með fylgni milli hálf- systra. Arfgengisútreikningarnir voru reistir á upplýsingum um 8494 skýrsluár hjá dætrum 169 nauta. Tvímælingargildið var metið í sömu útreikningum. Arfgengi búmeðaltals- ins var metið úr frá aðhvarfi afurða dætra ákveðins nauts að búsmeðaltali, og voru notaðar í þeim útreikningum upplýsingar um 1590 dætur 85 nauta. Helztu niðurstöður voru þessar: Tvímeel- Arfgengi ingar- búsmeðal- Eiginleiki gildi Arfgengi talsins Mjólkurmagn 0.34 0.12—0.15 0.08 Mjólkurfita 0.34 0.10—0.13 0.06 Fímprósenta 0.39 0.27—0.37 0.56 í þessum sömu útreikningum var lagt mat á svipfars- og erfðafylgni milli þessara eigin- leika. Reynir Sigursteinsson (1973) notaði gögn frá nautgriparæktarfélögunum á Suð- urlandi frá árunum 1970 og 1971 til að kanna arfgengan mun milli búa í afurða- magni. Fann hann hverfandi erfðamun milli búa, arfgengi búsmeðaltalsins 0.05 fyrra árið, en fyrir síðara árið fékk hann neikvætt mat á þessa stærð. I þessum sömu gögnum reiknaði hann arfgengi á afurðaeinkunn 0.19, en þeir útreikningar náðu til um 3000 kúa hvort ár. Sigurður Steinþórsson (1975) reiknaði arfgengi á nyt á fyrsta mjólkurskeiði, ein- stökum mælingum og hlutfallstölum mæl- inga hjá kvígum, sem voru í afkvæmarann- sókn á afkvæmarannsóknastöðinni í Laugar- dælum árin 1954—1972. Samtals voru þetta 406 kvígur undan 45 nautum. Fann hann mjög hátt arfgengi á afurðum á fyrsta mjólk- urskeiði, 0.65. Jón Viðar Jónmundsson (1975) reikn- aði arfgengi fyrir mjólkurmagn eftir tölum úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna árið 1974. Þeir útreikningar tóku aðeins til kúa, sem höfðu þá fyrsta afurðaár sitt í einkunna- útreikningi. Samtáls voru það 2645 kýr undan 69 nautum. Arfgengið reyndist 0.23. Ekki tókst í þeim gögnum að finna neinn arf- gengan mun í mjólkurmagni milli búa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.