Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 67
ÁHRIF ALDURS OG BURBARTÍMA 65
10. tafla. Meðalfrávik á kg mjólkur metið sem hlutfall af búsmeðaltali í
tveimur héruðum flokkað eftir burðarmánuðum.
Table 10. S.D. of relative milk yield in two different counties grouped
after month of calving.
Burðarmánuður. S.N.E. Árnessýsla.
Month of calvinq 1974 1975 1974 1975
janúar 21,73 19,67 22,57 14,60
febrúar 20,15 19,76 26,13 22,98
marz 19,10 14,55 20,09 17,27
apríl 16,13 15,68 15,72 16,24
maí 17,84 15,85 15,70 14,91
júní 17,11 17,78 16,56 14,79
júlí 16,39 14,75 14,64 17,22
ágúst 19,72 24,37 19,98 21,80
september 15,92 21,76 19,20 22,07
október 26,07 24,08 27,38 22,30
nóvember 28,34 23,26 24,52 24,75
desember 29,79 25,67 18,94 22,86
bar ekki no calvinq 32,37 31,32 28,72 24,83
sókn fannst einnig að burðartímaáhrifin eru
hlutfallslega meiri hjá gömlum kúm en hjá
yngstu kúnum, og er það skýrt þannig, að
eldri kýrnar þoli verr sumarhita þar í landi.
Mjög gott samræmi er því milli allra
þeirra rannsókna, sem hér hafa verið raktar,
að því leyti, að þær kýr, sem bera sumarmán-
uðina júní-júlí, skila minnstum afurðum.
Erlendar rannsóknir sýna aftur á móti að
jafnaði hæsta nyt hjá kúm, sem bera í okt-
óber til janúar.
Sá munur, sem fram kemur í afurðum
hjá kúm eftir burðarmánuðum, á sér vafa-
laust mjög margar skýringar. Hammond
(1958) nefnir mismunandi fóðrun og aðbúð
kúa eftir árstíðum hér á landi auk hugsan-
legra áhrifa, sem dagsbirta og lágt hitastig
kann að valda. Áhrifamesti þátturinn er tví-
mælalaust árstímabundnar sveiflur í fóðrun
kúnna. Augljósast verður það, ef samtímis
eru skoðuð burðartímaáhrif fyrir ársafurðir
og hæstu dagsnyt. Þá sést, að þær kýr, sem
bera í júní og júlí, komast í hærri hæstu
dagsnyt en kýr, sem bera á öðrum árstímum.
Þegar það kemur einnig í ljós, að þessar kýr
skila jafn lægstum ársafurðum, verður það
að skoðast sem bending þess, að það sé eink-
um haustfóðrun og aðbúð kúnna, sem sé
ábótavant. Þær kýr, sem falla í nyt að haust-
inu, nást ekki aftur upp, eftir að þær eru
komnar á gjöf. Þær kýr, sem verða harðast
fyrir slíkum áhrifum, eru þær, sem borið
hafa um hásumarið og eru nýlega komnar
í hæstu dagsnyt og eru þannig fóðrunarlega
á hvað viðkvæmusm stigi.
Ástæða þess, að þær kýr, sem bera á síð-