Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 84
82 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
3. Tafla. Arfgengi hjá þriggja og fjögurra ára gömlum kúm.
Table 3. Heritability for three and four year old cows.
Þriggja ára kýr Fjögurra ára kýr
Three year old cows Four year old cows
Mælingar alls Total number of observations 4114 3710
Frítölur milli nauta D.F. between sires 103 115
Mjólkurmagn Milk yield 0.2610.048 0.2710.049
Mjólkurfita Miik fat yield 0.1410.032 0.1510.035
Fitupróseiita Fat percentage 0.28+0.049 0.27+0.049
Hæsta dagsnyt Maximum daily yield 0.1410.033 0.18+0.038
Þegar reynt er að leggja heildarmat á
stuðla, sem metnir eru í slíkum rannsóknum,
eru það öðru fremur tvær kröfur, sem vert
er að hafa í huga:
a) að stuðlarnir séu metnir af sem mestri
nákvæmni (þ.e., að tilviljunarskekkja
(random error) sé lágmörkuð.)
b) að mat á stuðlunum sé óskekkt (un-
biased).
Um fyrra atriðið er lítið að segja. Þegar
unnið er með gögn eins og hér, þar sem ekki
er um neina skipulagða tilraun að ræða,
verður aðeins um val milli ólíkra matsaðferða
að ræða. Við úrvinnslu á þessum gögnum
kom einnig til greina að gera tilraun til að
meta stuðlana með aðhvarfi dóttur að móð-
ur. I þessum gögnum hefðu upplýsingar
grisjazt mjög við slíka úrvinnslu, þar sem
gögnin ná aðeins til tveggja ára. I öðru lagi
hefði það haft verulegan aukakostnað í för
með sér að koma gögnunum þannig fyrir,
að slík úrvinnsla hefði verið gerleg. I þriðja
lagi virðist sú aðferð hafa boðið upp á marga
ekki síðri skekkjuvalda en hálfsystrafylgni
með tilliti til þess að fá óskekkt mat á stuðl-
ana. Að athuguðu máli virðist því ráðlegt að
láta nægja að nota hálfsystrafylgni við mat
á erfðastuðlunum.
Þegar reynt er að gera sér grein fyrir,
hversu til hafi tekizt að fá óskekkt mat á
hina „sönnu" smðla fyrir stofninn, eru afmr
á móti fjölmörg atriði, sem taka þarf tillit
til.
Sýnt hefur verið fram á með fræðilegum
útreikningum (Rönningen, 1970 og 1972,
Van Vleck, 1968) að úrvalið gemr á
margan hátt skekkt mat á erfðasmðlum. Að
öllum jafnaði leiðir úrval til, að erfðasmðl-
arnir eru vanmetnir. I þessum gögnum eru
að einhverju marki ýmis úrvalsáhrif.
I rannsókninni eru kýr á ýmsum aldri.
Ætla má, að eldri kýrnar séu að meira eða
minna leyti valinn hópur með tilliti til af-
urða fyrr á ævinni. Slíkt úrval leiðir af sér
vanmat bæði á arfgengi og tvímælingargildi,
þó að ekki sé unnt að meta, hversu mikið
það er, vegna þess að ekkert mat er á úrvals-
áhrifunum. Fræðilegir útreikningar sýna, að