Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 88
86 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
7. Tafla. Arfgengi búsmeðaltalsins.
Table 7. Heritability of herd averaqe.
Eiginleiki Trait
Mjólkurmagn Milk yield 0.027 ±0.025
Mjólkurfita Milk fat yield 0.043±0.032
Fituprósenta Fat percentage 0.130+0.032
Hæsta dagsnyt Maximum daily yield 0.037±0.039
er það þá mun mikilvægara fyrir framkvæmd
kynbótastarfsins, hvert samræmi sé á af-
kvæmadómi á nautum á búum, þar sem eru
miklar afurðir og litlar. Þeirri spurningu
verður leitast við að svara í annarri grein í
þessum greinaflokki.
ERFÐAMUNUR MILLI BÚA.
I 6. töflu er sýnt meðalfrávik á leiðréttum
afurðatölum, annars vegar reiknað innan
bús og hins vegar fyrir heildina. Þar sést,
að umtalsverður hluti heildarbreytileikans er
breytileiki milli búa. Mest er það fyrir fitu-
prósentu, þar sem um 40% heildarbreyti-
leikans eru breytileiki milli búa.
Við úrval á kynbótagripum verður því
mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir, að
hve miklum hluta þessi munur milli búa
sé vegna munar í umhverfisáhrifum og að
hve miklum hluta vegna eðlismunar grip-
anna á hinum ólíku búum. Til að meta
þetta var reiknað arfgengi búsmeðaltalsins
eftir þeim aðferðum, sem að framan er lýst.
Niðurstöður þeirra útreikninga eru sýndar í
7. töflu.
Fyrir mjólkurmagn, mjólkurfitu og hæstu
dagsnyt virðist erfðamunur milli búa hverf-
andi. Fyrir fituprósentu virðast aftur á móti
um 15% af muninum milli búa vera erfða-
munur. Þessar niðurstöður sýna nokkru minni
erfðamun milli búa fyrir mjólkurmagn og
mjólkurfitu en Magnús B. Jónsson (1968)
fann og verulega minni erfðamun milli búa
fyrir fituprósentu. Aftur á móti funau Reynir
Sigursteinsson (1973) og Jón Viðar JÓN-
mundsson (1975) hverfandi erfðamun milli
búa í mjólkurmagni.
Þessar niðurstöður virðast á margan hátt
rökréttar. Með sameiginlegu nautahaldi á
sæðingastöðvunum á mikill hluti af erfða-
muninum milli búa og hverfa. I rannsókn
Magnúsar B. Jónssonar (1968) gæti enn
nokkuð áhrifa frá sameiginlegu nautahaldi
nautgriparæktarfélaganna, en ætla verður,
að þau áhrif séu að mestu horfin í stofnin-
um nú.
Erfðamunur milli búa ætti því aðallega
að vera af tveimur rótum runninn, í fyrsta
lagi af því, að skyldleiki gripa á sama búi
sé meiri en gripa á ólíkum búum. Þessi
munur minnkar þó með sameiginlegu nauta-
haldi og eftir því sem búin stækka, en í öðru
lagi getur erfðamunur stafað af því, að bænd-
ur velji undaneldisgripi af mismikilli ná-
kvæmni. Áhrif af þessum þætti verða þó
miklu minni en ætla mætti í fljóm bragði.
1 fyrsta lagi velja allir bændur fyrir aukn-
um afurðum. í öðru lagi virðist þetta úrval
veikt (Jón Viðar Jónmundsson, 1976),
og ákaflega lítill hluti af heildarbreyting-
unni í stofninum kemur um þennan lið
(Magnús B. JÓNSSON og Jón Viðar
JÓnmundsson, 1974). í þriðja lagi er ýmis-
legt, sem gemr valdið því að úrvalið verði
sízt öruggara við háar afurðir, ef t. d. til-
hneiging er til að setja á undan eldri kúm og
byggja þar meira á óleiðréttum afurðum við
val ásetningskvígum á þeim búum.
Erfðamunur milli búa í fimprósenm getur
hugsanlega skýrzt af því, að í sumum lands-
hlutum hafi verið lögð meiri bein áherzla
á fimprósentu en í öðrum (Olafur Jónsson,
1966).