Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 97
ÖRYGGI í AFKVÆMADÓMI Á NAUTUM 95
afkvæmadómsins með því að reikna sam-
band milli afkvæmadóms hjá föður og syni.
Upplýsingarnar voru niðurstöður afkvæma-
rannsókna á Friesian-nautum á Bretlands-
eyjum. Hann fann, að þetta samband var
aðeins um 70% af því, sem það átti að vera.
Hugsanlega skýringu á þessu telur hann,
að mikill hluti feðranna sé naut, sem séu
afkvæmadæmd, áður en sæðingar urðu al-
mennar, og eigi því dætur á einu eða mjög
fáum búum. Því sé afkvæmadómurinn óná-
kvæmari en gert er ráð fyrir.
Ödeg.árd og Robertson (1967) gerðu
líka rannsókn og notuðu afkvæmarannsókna-
niðurstöðu á nokkur þúsund nautum á
Bretlandseyjum. Ef gert var ráð fyrir, að
arfgengi mjólkurmagns væri 0.25, var sam-
hengið milli dóms hjá föður og syni aðeins
um 70% af því, sem það átti að vera. Hugs-
anlega skýringu á þessu telja þeir, að þegar
nautkálfar séu valdir til lífs, séu oft miklir
kostir föður látnir vega upp á móti göllum
móðurinnar að einhverju leyti, en það dregur
að sjálfsögðu úr sambandinu milli föður og
sonar. Einnig benda þeir á, að sæðingar-
stöðvar séu margar og nautin oft nomð á
tiltölulega þröngu svæði, svo að samanburð-
urinn sé í reynd ekki eins tilviljunarkenndur
og gert er ráð fyrir. Ödeg.árd (1968)
gerði sams konar rannsókn á tölum frá Noregi
og fann þar samhengi, sem var í mjög góðu
samræmi við það, sem búast átti við.
Syrstad (1966) bar saman afkvæmadóm
á nautum við mishátt búsmeðaltal í naut-
griparæktarfélögum í Noregi. Hann reiknaði
erfðafylgni á milli dóma við mishá búsmeðal-
töl og var hún um einn. Virtist því ekki um
nein víxláhrif milli erfða- og umhverfis-
áhrifa að ræða. Hann fann heldur hærra arf-
gengi við hátt búsmeðaltal. Þar í landi hafa
á síðustu árum orðið miklar umræður um
það, hvort hugsanleg séu víxláhrif milli
kjarnfóðurgjafar og erfðaáhrifa. I rannsókn
á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktar-
félaganna fann Fimland (1973) engar
bendingar um slíkt. Til að fá skýrari mynd af
þessum þætti voru hafnar umfangsmiklar til-
raunir og notaðir við þær eineggja tvíkefl-
ingar. Fyrstu niðurstöður þeirra tilrauna benda
eindregið til, að ekki sé um að ræða nein
víxláhrif milli kjarnfóðurmagns og erfða-
áhrifa (Syrstad, 1976).
í Finnlandi hafa Lindström et al. (1971)
borið saman afkvæmadóma á nautum í ólík-
um landshlutum. Fundu þeir mjög mikinn
mun á arfgengi eftir landshlutum, en sam-
hengið á milli afkvæmadóma í ólíkum hér-
uðum var í góðu samræmi við það, sem það
átti að vera. Þeir fundu einnig svo mikinn
mun á leiðréttingarstuðlum eftir landshlut-
um, að það hafði áhrif á afkvæmadóminn,
hvaða stuðlar voru notaðir.
Petersen (1975) hefur borið saman
dætur nauta dreifðar á bú í Danmörku og
dætur sömu nauta á samyrkjubúum í Búlg-
aríu og Tékkóslóvakíu. Til að meta sam-
hengið notaði hann erfðafylgni. Erfðafylgnin
reyndist svo nálægt einum, að ekki virðist
nein víxláhrif milli erfða- og umhverfis-
áhrifa, þó að þarna sé um að ræða veru-
legan breytileika í umhverfisáhrifum.
Fimland et al. (1972) báru saman af-
kvæmahópa undan nautum í Israel. Voru
dæturnar í öðrum hópnum á stórum sam-
yrkjubúum, þar sem kýrnar voru mjólkaðar
þrisvar á dag, en í hinum á fremur litlum
einyrkjabúum, þar sem kýr eru mjólkaðar
tvisvar á dag. Fundu þeir, að erfðafylgni
milli dóma á mjólkurmagni við þessar tvær
aðstæður var yfir 0.9, og bendir það ein-
dregið til, að það sé sami erfðaeiginleiki,
sem mældur sé í bæði skiptin.
Mestar rannsóknir á þessum þáttum hafa
þó verið gerðar í Norður-Ameríku. Van
Vleck et al. (1961) notuðu afurðatölur um
kýr í New-York-ríki. Þegar þeir gerðu fer-