Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 58

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 58
56 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR hvernig afurðatölurnar eru fundnar, og tala verði um sérstök „skýrsluársáhrif”. Afurðir þeirra kúa, sem ekki bera á fyrstu mánuðum ársins, eru nær undantekningarlaust blanda tveggja mjólkurskeiða. Hjá þriggja ára göml- um kúm verður þannig, eftir því sem kýrin ber síðar á árinu, stöðugt stærri hluti árs- afurðanna afurðir frá fyrsta mjólkurskeiði. Ekki eru tök á því að meta bein mjólkur- skeiðsáhrif út frá ársafurðum, en ætla verð- ur, að slík áhrif geti verið nokkur hjá kúm af fyrsta og öðrum kálfi. Hjá yngstu kúnum verður einnig einhver fylgni milli aldurs og burðartíma, og þannig fléttast inn í burðar- tímaáhrif hjá yngri kúnum aldursáhrif, sem ekki gætir hjá fullorðnum kúm. Báðir þessir þættir valda því, að fram koma reikningsleg víxláhrif milli aldurs- og burðartímaáhrifa, sem rekja má til skýrsluársins. Þessum tækni- legu annmörkum við notkun á ársafurðum til mats á afurðasemi gripanna eru meðal annars gerð nokkur skil í elztu rannsóknum á afurðatölum fyrir mjólkurkýr á Norður- löndum (Johansson og Hansson, 1940, Skjervold, 1949). Þó að þessi víxláhrif séu háraunhæf í þessum gögnum, skýra þau fremur lítinn hluta af heildarbreytileikanum. Þess vegna virðist ekki tækilegt að taka frekar tillit til þeirra við mat á stuðlum, þar sem stuðlar, er tækju tillit til víxláhrifanna, verða aldrei metnir með viðhlítandi nákvæmni. Til slíks þyrfti mun umfangsmeiri gögn, sem ófram- kvæmanlegt er að fá vegna smæðar íslenzka kúastofnsins. í öðru lagi hefur verið á það bent, að nokkuð stór hluti víxláhrifanna sé „tæknilegs eðlis", og virðist því rökrétt, að þeim sé eytt á annan hátt en með leiðrétt- ingu. Til að fá mat á aldurs- og burðartíma- áhrifum var því válið eftirfarandi reikni- líkan: En hér er Y-jk = mæling á afurðum hjá ktukú, p = meðaltal, aj = áhrif aldurs kýrinnar; i = 3,..,8 bj = áhrif burðarmánaðar; j = i,.., 13, Þar sem skipting í aídurs- og burðartíma- hópa er mjög ójöfn, verður að nota aðferð minnstu kvaðrata (least square), sem lýst er af Harvey (1960), til að meta stuðlana. Áhrifum búa er eytt með því, að líkingarnar fyrir bú em leystar inn í (absorbed) normal- líkingarnar, um leið og þær eru settar upp. Til að fá mat á stuðlana em settar eftir- farandi þvinganir á lausnirnar: ^ a± = Z b. = 0. Einnig er gert ráð fyrir, að skekkjuliðurinn hafi normaldreifingu með væntanlegt gildi (expection) núll. 1 6. töflu eru sýndar niðurstöður fervika- greiningar eftir framanskráðu reiknilíkani. Þar kemur í ljós, að áhrif aldurs og burðar- tíma em háraunhæf (P<0,01) fyrir alla fjóra eiginleikana. Fjölfylgni (R2) er oft notuð sem mælikvarði á það, hve mikið af breytileik- anum ákveðið reiknilíkan skýri (Searle 1971). Þannig metið skýrir þetta reiknilíkan mest af breytileika í hæsm dagsnyt, tæp 23%, en fyrir fituprósentu skýrir það aðeins tæp 3%. Magnús B. Jónsson (1968) fann í sinni rannsókn að sams konar reiknilíkan skýrði 22% af breytileika í mjólkurmagni á móti 18% hér. Rannsókn hans náði til nautgripa á tiltölulega afmörkuðu svæði, og auk þess tók hann með tveggja ára gamlar kýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.