Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 85
ARFGENGI MJÓLKURFRAMLEIBSLUEIGINLEIKA 83
4.Tafla. Erfóastuðlar byggðir á upplýsingum um dætur nauta, sem fædd eru 1967 eóa síóar.
Arfgengi á hornalínunni, erfðafylgni yfir og svipfarsfylgni undir hornalínunni.
Table 4. Heritabilities, genetic and phenotypic correlations from daughters of sires
born 1967 and later. Heritability on the diagonal and genetic correlations______
above the diagonal.
Eiginleiki Trait Mjólkurmagn Milk yield Mjólkurfita Milk fat yield Fituprósenta Fat percentage Hæsta dagsnyt Maximum daily yield
Mjólkurmagn Milk yield 0.15±0.05 0.8910.05 -0.0910.20 0.91+0.04
Mjólkurfita Milk fat yield 0.91 0.1610.05 0.38+0.17 0.67+0.13
Fituprósenta Fat percentage -0.02 0.36 0.20+0.05 -0.3510.19
Hæsta dagsnyt Maximum daily yield 0.59 0.53 -0.05 0.08+0.03
sérstök ástæða er til að vænta verulegs van-
mats á tvímælingargildinu (Rönningen,
1970). Til að fá mynd af því, hver áhrif
þetta kynni að hafa á mat á arfgenginu, var
arfgengi reiknað sérstaklega fyrir þriggja
og f jögurra ára gamlar kýr. Niðurstöður þeirra
útreikninga er að finna í 3. töflu. Fyrir þenn-
an hóp af kúm er arfgengið nokkru hærra en
fannst fyrir allar kýr. Þessar niðurstöður geta
því verið nokkur vísbending um vanmat á
arfgengi, þegar öil gögnin eru notuð, vegna
úrváls hjá gömlu kúnum. Benda verður þó
á, að einnig geta komið fram í þessum út-
reikningum aldursáhrif á arfgengið. Þá er
einnig hugsanlegt, að eldri nautin sem eiga
dætur í þessum hópi, séu að einhverju leyti
valin með tilliti til reynslu af eldri afkvæm-
um. Það hefur að vísu komið í ljós við út-
reikninga á kynbótaeinkunn nauta, að þau
hafa reynst mun misjafnari á búum bænda
almennt en talið er (Jón Viðar JÓN-
mundsson, 1975). Ef svo er, að eldri nautin
séu í reynd hópur, þar sem eru bæði áberandi
góð og léleg naut, má ætla, að þessi úrvals-
áhrif geti verkað öfugt á niðurstöðurnar í 3.
töflu, þannig, að erfðabreytileiki er ofmet-
inn. Til að gera sér mynd af hugsanlegum
s'líkum áhrifum voru metnir erfðastuðlar sér-
staklega fyrir dætur nauta, sem fædd eru
1967 og síðar. Líta má svo á, að dætur þeirra
nauta, sem eru með í þessari rannsókn, séu
allar settar á, meðan þessi naut eru enn óráð-
in, og því sé ekki í þeim gögnum neitt úrval
á grundvelli afkvæmadóms. Niðurstöður
þeirra útreikninga eru sýndar í 4. töflu. Þær
niðurstöður, sem þar eru sýndar, eru mjög
líkar niðurstöðunum í 2. töflu, með einni
undantekningu þó. Hin neikvæða fylgni milli
mjólkurmagns og fituprósentu er miklu
iægri í þessum hluta gagnanna. Þetta getur
verið nokkur vísbending um þá hugmynd,
sem að framan er sett fram, að í þessari fylgni
kunni að koma fram sérstök úrvalsáhrif.
Magnús B. Jónsson (1976) fann, að dreifing
á dætrum yngstu nautanna á burðarmánuði
var önnur en hjá dætrum eldri nauta. Það
gerir, að skekkja í mati á leiðréttingarstuðl-
um og samspil milli aldurs- og burðartíma-
áhrifa, sem fundið er í þessum gögnum (Jón
Viðar Jónmundsson et. al, 1977), getur