Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 87

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 87
ARFGENGI MJÓLKURFRAMLEIÐSLUEIGINLEIKA 85 6.Tafla. Breytileiki í leióréttum afurðatölum. Table 6. Variation in corrected records. Hlutfall búsáhrifa Eiginleiki Meðalfrávik alls Meðalfrávik innan bús. af heildarbreytileika. Percentage of total Trait Standard deviation S.D.within farms variation between total farms Mjólkurmagn Milk yield kg. 899 776 25.6 Mjólkurfita Milk fat yield kg. 40.7 33.6 32.4 Fituprósenta Fat percentage 0.43 0.33 39.4 Hæsta dagsnyt Max.dailg yield kg. 4.3 3.8 22.4 virðist því mega álíta, að þeir stuðlar, sem hér eru birtir, kunni að vera eitthvað van- metnir. Maijala og Hanna (1974) birta yfirlit um nokkrar rannsóknir, sem gerðar hafa verið erlendis, þar sem reynt hefur verið að meta arfgengi við mismiklar afurðir. I sumum þeim rannsóknum er fundið, að arfgengi er hærra á búum, þar sem eru miklar afurðir, en þar sem þær eru litlar. Undantekning frá þessu er þó rannsókn Robertsons et.al. (1960) í Bretlandi, en þar fannst hæst arf- gengi við lægsta búsmeðaltal. Magnús B. Jónsson (1968) reiknaði arfgengi við hátt og lágt búsmeðaltal skipt, við 3870 kg í leið- réttu búsmeðaltali. Fann hann lítið eitt hærra arfgengi við hátt búsmeðaltal en við lágt. I kaflanum um rannsóknaraðferðir er gerð grein fyrir þeirri skiptingu, sem notuð var í þessum gögnum. Niðurstöður þeirra útreikn- inga eru sýndar í 5. töflu. Ekki kemur fram neinn umtalsverður munur á arfgengi eftir búsmeðaltali, en bendingin er þó í þá átt, að arfgengi sé heldur hærra við miklar af- urðir. Það verður þó að athuga í þessu sam- bandi, að sú skipting eftir búsmeðaltali, sem hér er notuð, verður að nokkrum hluta skipting eftir landshlutum vegna þess munar, sem er í afurðum eftir landshlutum. Þá dregst um leið inn mismunandi skipting á hlutfallslegum fjölda dætra undan einstök- um feðrum, vegna þess að skipting þeirra er veruleg eftir landshlumm. Af annarri ástæðu verður einnig að gæta varkárni í að draga þá ályktun af niðurstöðum, að erfðabreyti- leikinn komi betur í Ijós við góða aðbúð. Það er vegna þess, að líklegt er, að saman fari að einhverju leyti nákvæmni í fóðrun og hirðingu gripa og nákvæmni í mælingu og skráningu á afurðum þeirra. Þetta á ef til vill alveg sérstaklega við um fimmæl- ingar, þar eð þær eru einnig reglulegastar á þeim svæðum, þar sem afurðir eru hæstar. Bent skal á, að við lægst búsmeðaltal finnst ekki arfgengur munur í hæstu dags- nyt. Skýringin á þessu er líklega sú, að í þessum flokki munu lenda mörg af þeim búum, þar sem ófrjósemi í kúm er veru- legt vandamál. Á slíkum búum verður því mikið um kýr, sem bera ekki á skýrslu- árinu, og hjá slíkum gripum er hæsta dags- nyt, eins og hún er skilgreind hér, ákaflega óljóst skilgreindur eiginleiki, sem tæpast er að vænta, að ráðist af erfðum. Þó að það kunni að skipta nokkru máli, hvort arfgengi sé breytilegt eftir afurðamagni,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.