Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 18
16 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR 10 tafla: Árlegur vaxtaauki vegna brennisteinsáburðar í sex tilraunum. Hkg/ha. Table 10: Annually measured yield increase for sulphur application in six experiments. Hkg/ha. Arnarvatn 204-68 Unaðsdalur 326-73 Skjaldfönn 326-73 Neðri-Tunga 327-72 Fell 328-72 Miklaholt 215-68 12,7 8,7 5,8 5,2 0,4 7,9 27,7 8,4 0,9 11,2 11,7 5,6 22,5 5,9 10,2 12,3 5,5 3,5 22,1 -1,3 5,3 5,8 5,0 2,8 21,6 12,1 16,5 -0,9 þeim ályktanir. Árið 1976 var kal nokkurt, og brást spretta í reitum, þar sem of lítið var borið á af brennisteini, fosfór eða kálí. Sá liður, sem sambærilegur er við brenni- steinsliðinn, gaf þá aðeins 10,7 hkg/ha, en með brennisteinsáburði fengust 27,2 hkg/ha. I Miklaholti fannst brennisteinssvörun hins vegar einkum fyrstu árin, en síðan hverfur hún. Þetta er í mótsögn við aðrar tilrauna- niðurstöður. Gæti því verið um óvenjulegt tilviljunarfrávik vegna tilraunaskekkju að ræða fremur en raunverulega svörun eða breytingu á svörun. Til þess bendir einnig, að þetta er eina tilraunin í mýrlendi sem gefur marktæka meðalsvörun. Rétt er þó að benda á að tilraunin hófst árið 1968, á köldu árunum, en hinar tilraunirnar voru flestar gerðar síðar. Þetta vekur þá spurningu hvort í mýrlendi sé brennisteinsskorts fremur að vænta í köldu árferði. Til samanburðar má benda á að fosfórskortur virðist einnig vera meiri í köldu árferði (Magnús Óskarsson, 1977, Hólmgeir Björnsson, 1978). Meðalvaxtarauki (óvegið meðáltal) í þeim 27 tilraunum, sem hafa ekki gefið marktækan vaxtarauka samkvæmt framan- sögðu, er + 0,24 hkg/ha. Er þetta lága meðaltal frekari staðfesting þess, að tilraun- irnar hafi flestar verið gerðar við skilyrði þar sem brennisteinsáburður gefur ekki vaxt- arauka. Á einum þessara staða, Skriðuklaustri, hófst þó tilraun árið 1976 og gefa fyrsta árs niðurstöður þar 7,4 — 3,9 hkg/ha í vaxtarauka vegna brennisteinsáburðar. Til- raunirnar þrjár á Skriðuklaustri hafa verið gerðar á mismunandi landi. I fimm tilraunanna, sem gáfu marktækan vaxtarauka vegna brennisteinsgjafar, voru reyndir misstórir brennisteinsskammtar. I Miklaholti og á Hólum var minni skammtur- inn svo stór, 11 kg S/ha, að árangurs var naumast að vænta af viðbótargjöf. Vaxtar- auki vegna stærri skammta en 5,8 kg S/ha var —0,4 hkg/ha á Geitasandi, +0,6 á á Arnarvatni og + 1,6 í Stóru-Mástungu. Á Felli hófst ný tilraun árið 1975 til að meta nánar þá brennisteinsþörf sem eldri tilraun hafði vakið grun um. Tvö fyrstu árin gáfu 6—12 kg S/ha að meðaltali 1,8 hkg/ha minna en 3 kg S/ha. Þessar niðurstöður benda til þess að í öllum tilraununum hefði minnsti skammtur, sem reyndur var, dugað til að bæta úr brennisteinsþörfinni. Rétt er að ítreka að brennisteinn hefur verið borinn á með fosfóráburðinum, sem er þrífosfat, í öllum þessum tilraunum. Kann það að hafa verið nóg til að fullnægja brenni- steinsþörfinni þar sem hún var lítil. Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.