Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 95

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 95
ÖRYGGI í AFKVÆMADÓMI Á NAUTUM 93 Á styrjaldarárunum (1939—1945) fór skýrsluhald í nautgriparæktarfélögum víða um heim svo úr skorðum, að afurðatölur fyrir mæður og dætur voru yfirleitt áils ekki lengur sambærilegar. Auk þess gefur þessi aðferð, eins og henni var að jafnaði beitt, ekki rétt mat á kynbótagildi nautsins. Við þessum vanda var brugðizt á ólíkan hátt. I Danmörku voru reistar sérstakar afkvæma- rannsóknastöðvar, þar sem bornir voru sam- an við sem líkastar aðstæður dætrahópar undan nokkrum nautum. Á þessum árum verður einnig sú bylting í nautgripakynbót- um, að sæðingar eru teknar í notkun í stór- auknum mæli. Við það varð öruggur af- kvæmadómur á nautunum enn mikilvægari, vegna þess að nú gátu einstakir gripir farið að hafa miklu stórfelldari áhrif í ræktunar- starfinu á skömmum tíma en áður var. Á Bretlandseyjum var hafin sú aðferð að bera saman dæmr nautsins, sem voru dreifðar í búum bænda, við aðrar samanburðarhæfar kvígur á sama búi á líkum aldri (Contempor- ary comparison) (Robertson og Rendel, Robertson et.al., 1956). Aðferð þessi breiddist síðan til fleiri landa, en beitt var ólíkum aðferðum eftir löndum. I sumum löndum var brezka aðferðin nomð mjög lítið breytt, en í öðrum löndum voru kvígurnar bornar saman við allar kýr á sama búi. Þá þarf að nota afurðatölur, sem eru leiðréttar með tilliti til áhrifa mismunandi aldurs og burðartíma kúnna. Þessar aðferðir hafa síð- an verið endurbættar og hafa miðstöðvar þess fræðistarfs cðrum fremur verið í Instimte of Animals Genetics í Edinborg undir fomsm Alans Robertsons og í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum undir stjórn C. R. Hender- sons. Afkvæmarannsóknastöðvar voru reynd- ar í ýmsum löndum, en náðu aldrei verulegri útbreiðslu nema í Danmörku og eru þar nú niður lagðar. Hér á landi hófust sæðingar árið 1946. Síðan voru reistar tvær afkvæmarannsókna- stöðvar fyrir naut, hin fyrri í Laugardælum í Árnessýslu á vegum Búnaðarsambands Suðurlands árið 1952 og hin síðari að Lundi við Akureyri á vegum Sambands nautgripa- ræktarfélaga í Eyjafirði árið 1956 (Ólafur E. Stefánsson, 1968). Þegar úrvinnsla úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna var hafin í tölvu, í fyrsta sinn árið 1974 fyrir allt landið, var um leið farið að reikna afkvæma- dóm á nautin eftir afurðatölum úr skýrsl- unum. Dætur nautsins eru bornar saman við allar aðrar heilsárskýr á búinu, og eru af- urðatölurnar leiðréttar með tilliti til áhrifa aldurs og burðartíma. Framkvæmd einkunna- útreikningsins hefur verið lýst annars staðar (Jón Viðar Jónmundsson, 1975). Engar rannsóknir hafa farið fram á því, hversu nákvæmur þessi afkvæmadómur er né hversu vel þær forsendur standast, sem hann er reistur á. I þessari grein verður birt yfirlit um nokkr- ar erlendar rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið á hliðstæðum þátmm og gæm varpað ljósi á ýmis vandamál. I síðari hluta greinarinnar er síðan gerð grein fyrir rannsókn, sem unnin var til að kanna nákvæmni áðurnefndra einkunnaútreikninga hér á landi. ERLENDAR RANNSÓKNIR. Afurðatölur frá afkvæmarannsóknastöðvun- um í Danmörku vökm snemma mikinn áhuga búfjárerfðafræðinga, þar sem þetta vom á sínum tíma umfangsmestu og nákvæmustu upplýsingar, sem þeir höfðu átt kost á að vinna eftir. Eina fyrstu rannsókn, sem gerð var á nákvæmni afkvæmarannsóknanna á stöðvunum, unnu þeir Robertsson og Mason (1956). Þeir fundu, að munur af- kvæmahópanna á stöðvunum var miklu meiri en hópa, sem voru dreifðir á bú bænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.