Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 78
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 2.' 76~91
Rannsókn á afurðatölum
úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna
II. Arfgengi mjólkurframleiðslueiginleika
og fylgni milli þeirra
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Ólafur E. Stefánsson
og
Erlendur Jóhannsson
Búnaðarfélagi lslands
YFIRLIT
Afurðatölur úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna voru notaðar til að reikna arfgengi, tvímælingar-
gildi svipfars- og erfðafylgni milli mjólkurmagns, mjólkurfitu og hæstu dagsnytar. Stuðlarnir eru
metnir út frá fylgni milli hálfsystra.
Afurðatölurnar eru leiðréttar fyrir aldri og burðartíma kúnna. í útreikningum voru notaðar upplýs-
ingar um 17792 skýrsluár hjá 11589 kúm undan 181 nauti. Tvímælingargildi eiginleikanna var,
mjólkurmagn 0,40, mjólkurfita 0,3'6, fituprósenta 0,42 og hæsta dagsnyt 0,37. Arfgengi í sömu röð
reyndist 0,16, 0,09, 0,20, og 0,10. Erfðafylgni milli mjólkurmagns og mjólkurfitu var 0,88 og
svipfarsfylgni sömu eiginleika 0,91. Milli mjólkurmagns og fituprósentu var erfðafylgni —0,61 og
svipfarsfylgni —0,04. Hæsta dagsnyt var erfðalega jákvætt tengd mjólkurmagni (0,86) en neikvætt
fituprósentu (—0,48).
Hugsanlegir skekkjuvaldar eru ræddir og birtar niðurstöður sem byggðar eru á hluta gagnanna, þar
sem reynt er að leggja mat á skekkjuáhrif nokkurra þátta.
Arfgengið var metið við mishátt búsmeðaltal og var búunum skipt í þrjá flokka eftir búsmeðaltali
í leiðréttum afurðum. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflu en ekki kom fram mikill munur á arfgengi
eftir búsmeðaltalsflokkum en arfgengi virðist þó fremur hækka með hækkandi afurðum.
Arfgengur munur milli búa var metinn með aðhvarfi afurða dætra ákveðinna nauta að búsmeðaltali.
Þeir útreikningar eru byggðir á afurðaskýrslum fyrir 7272 kúm á aldrinum þriggja til fimm ára undan
154 nautum. Arfgengi búsmeðaltalsins þannig metið reyndist fyrir mjólkurmagn 0,027, mjólkurfitu
0,043, fituprósentu 0,130 og hæstu dagsnyt 0,037.