Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 78

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 78
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 2.' 76~91 Rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna II. Arfgengi mjólkurframleiðslueiginleika og fylgni milli þeirra JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON Rannsóknastofnun landbúnaðarins Ólafur E. Stefánsson og Erlendur Jóhannsson Búnaðarfélagi lslands YFIRLIT Afurðatölur úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna voru notaðar til að reikna arfgengi, tvímælingar- gildi svipfars- og erfðafylgni milli mjólkurmagns, mjólkurfitu og hæstu dagsnytar. Stuðlarnir eru metnir út frá fylgni milli hálfsystra. Afurðatölurnar eru leiðréttar fyrir aldri og burðartíma kúnna. í útreikningum voru notaðar upplýs- ingar um 17792 skýrsluár hjá 11589 kúm undan 181 nauti. Tvímælingargildi eiginleikanna var, mjólkurmagn 0,40, mjólkurfita 0,3'6, fituprósenta 0,42 og hæsta dagsnyt 0,37. Arfgengi í sömu röð reyndist 0,16, 0,09, 0,20, og 0,10. Erfðafylgni milli mjólkurmagns og mjólkurfitu var 0,88 og svipfarsfylgni sömu eiginleika 0,91. Milli mjólkurmagns og fituprósentu var erfðafylgni —0,61 og svipfarsfylgni —0,04. Hæsta dagsnyt var erfðalega jákvætt tengd mjólkurmagni (0,86) en neikvætt fituprósentu (—0,48). Hugsanlegir skekkjuvaldar eru ræddir og birtar niðurstöður sem byggðar eru á hluta gagnanna, þar sem reynt er að leggja mat á skekkjuáhrif nokkurra þátta. Arfgengið var metið við mishátt búsmeðaltal og var búunum skipt í þrjá flokka eftir búsmeðaltali í leiðréttum afurðum. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflu en ekki kom fram mikill munur á arfgengi eftir búsmeðaltalsflokkum en arfgengi virðist þó fremur hækka með hækkandi afurðum. Arfgengur munur milli búa var metinn með aðhvarfi afurða dætra ákveðinna nauta að búsmeðaltali. Þeir útreikningar eru byggðir á afurðaskýrslum fyrir 7272 kúm á aldrinum þriggja til fimm ára undan 154 nautum. Arfgengi búsmeðaltalsins þannig metið reyndist fyrir mjólkurmagn 0,027, mjólkurfitu 0,043, fituprósentu 0,130 og hæstu dagsnyt 0,037.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.