Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 53
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 51
1. Tafla. Leiðréttinqarstuðlar eftir aldri oq burðartíma. Stuðull Correction factor
Table 1. Correction factors for age and month of calving
used in the milk recording in Iceland. Aldur kýrinnar Stuðull Burðarmánuður Age of cow Correction factor Month of calving
1,42 1,00
1,20 1,02
4 ár 1,06 1,03
5 ár 1,01 apríl 1,07
1,00 1,09
7 ár 1,00 1,11
8 ár 1,00 júlí 1,10
9 ár eða meira 1,02 ágúst 1,08
september 1,07
október 1,07
nóvenxber 1,07
desember 1,07
bar ekki 1,07
no calving
fyrir, er því unnin í beinu framhaldi áður-
greindrar rannsóknar.
Hér verður ekki reynt að gefa neitt yfir-
lit um þann mikla fjölda erlendra rannsókna,
sem til eru, um áhrif aldurs og burðartíma
á afurðir hjá mjólkurkúm, en vísað til yfir-
litsgreinar eftir Freeman (1973).
Rannsóknarefni:
I rannsókn þessari voru notaðar upplýsingar
um afurðir kúa, sem voru í skýrslu í naut-
griparæktarfélögunum á árunum 1974 og
1975. Til þess að kýr frá viðkomandi búi
væru teknar með í rannsóknina, þurftu að
vera fimm eða fleiri heilsárskýr á búinu það
ár. Heilsárskýr teljast allar þær kýr, sem
eru 365 daga á skýrslu. Til þess að upplýs-
ingar um kúna væru teknar með í rannsókn-
ina, voru auk þess sett eftirtalin skilyrði:
Að kýrin hefði verið 350 daga eða lengur
á skýrslu á árinu, að kýrin hefði skráð fæð-
ingarár, að kýrin væri þriggja ára eða eldri,
að kýrin hefði mjólkað 1000 kg eða meira
á árinu.
Samtals voru 25019 skýrsluár frá 1763
búum/ár, sem fullnægðu framanskráðum
skilyrðum. Þeir eiginleikar, sem rannsóknin
náði til, vom kg mjólk, kg mjólkurfita,
fituprósenta og hæsta dagsnyt.
I 2. töflu er birt yfirlit um gögnin, sem
notuð voru í rannsókninni, flokkuð eftir
iandshlutum og árum. Meðaltal og meðal-
frávik hvers einstaks eiginleika fyrir gögn-
in sem í heild er sýnt í 3. töflu. Breytileikinn
fyrir eiginleikana í þessum gögnum er mjög
líkur og Magnús B. Jónsson (1968) fann
í sinni rannsókn.
Afurðatölurnar í nautgriparæktarfélögun-
um em fengnar á eftirfarandi hátt: Bændur,
sem halda afurðaskýrslur um kýr sínar, vega
afurðir tvisvar í hverjum mánuði. Nákvæmni
mælinga er 0,1 kg. Skýrslurnar eru síðan
sendar til uppgjörs hjá Búnaðarfélagi íslands
á ársfjórðungs fresti.
Við útreikning á heildarafurðum er hver
einstök mæling margfölduð með stuðlinum
15,22 (365:24), nema um sé að ræða fyrstu
mælingu eftir burð. Þær tölur eru síðan