Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 50
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 2.’ 48-75
Rannsókn á afurðatölum
úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna
I. Áhrif aldurs og burðartíma kúa á afurðir
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Ólafur E. Stefánsson
og
Erlendur Jóhannsson
Búnaðarfélagi íslands.
YFIRLIT
I ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktar-
félaganna árin 1974 og 1975. Upplýsingar voru um 25017 afurðaár frá samtals 1763 búum/ár.
Eiginleikarnir, sem rannsóknin náði til voru mjólkurmagn kg, mjólkurfita kg, fituprósenta og hæsta
dagsnyt á almanaksárinu. Meðaltöl eiginleikanna voru eftirfarandi (meðalfrávik reiknuð innan bús í
sviga), mjólkurmagn; 3678 (765), mjólkurfita 152 (33,5) fituprósenta 4,12 (0,36) hæsta dagsnyt 21,2
(3,7). Aðeins voru með í rannsókninni kýr sem voru þriggja ára eða eldri.
Fundið var samspil milli aldurs- og burðartímaáhrifa, og virðist hluta af samspilinu megi rekja til
skiptinga á ársafurðum á hluta af tveimur mjólkurskeiðum hjá yngstu kúnum. Aldur og burðartími
skýra í þessum gögnum úr 18% af breytileika í mjólkurmagni, 14% fyrir mjólkurfitu, 3% fyrir
fituprósentu og 23% fyrir hæstu dagsnyt.
Hæstum afurðum ná kýrnar við sex til sjö ára aldur. Þriggja ára kýr skila 719 kg lægri ársafurðum
en sjö ára gamlar kýr. Áhrif aldurs á fituprósentu eru fremur lítil og fer fituprósenta lækkandi með
hækkandi aldri kúnna. Sjö ára kýr komast í 3,4 kg hærri hæstu dagnyt en þriggja ára gamlar kýr.
Kýr, sem bera í janúar, skila mestum afurðum en sumarbærar kýr (júní—ágúst) ásamt desember-
bærum skila minnstum ársafurðum. Munur á ársafurðum hjá kúm, sem bera í janúar og júlí, eru 705
kg. Áhrif burðartíma á fituprósentu eru lítil, áhrif burðartíma á hæstu dagsnyt eru einnig lítil en kýr
sem bera að vori og sumri (apríl—ágúst) komast í hæstu dagsnyt.
Áhrif aldurs og burðartíma á afurðir virðast fremur hlutfallsleg en samleggjandi. Margföldunarstuðlar
til leiðréttingar á afurðatölum eru birtar í töflu.
Lítill munur virðist milli landshluta í áhrifum aldurs á afurðir, en áhrif burðartíma á afurðir virðast
meira breytileg eftir landshlutum og árum.
Niðurstöðurnar eru ræddar með hliðsjón af eldri rannsóknum innlendum sem erlendum.