Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 90
88 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
atriði skipti nánast engu máli fyrir afurða-
magn mjólkurkúa (Johansson, 1961). Af-
leiðing hins háa tvímælingargildis fyrir fram-
kvæmd kynbótastarfsins er sú, að leggja ber
megináherzlu á fyrstu mælingar á afurða-
magni hjá gripnum, en upplýsingar um fleiri
afurðaár hafa í reynd minna gildi en almennt
hefur verið talið.
Hin tiltölulega háa neikvæða fylgni milli
mjólkurmagns og fituprósentu gemr boðið
upp á nokkur vandkvæði í framkvæmd kyn-
bótastarfsins. Að framan er rætt um, að mat
á þessum stuðlum sé ef til vill eitthvað
skekkt vegna úrvalsáhrifa og þau ætti að
mega upphefja með markvissara úrvali. I
mjólkurframleiðslunni er fóðrun gripanna að
verulegu leyti í hlutfalli við afurðamagn.
Þetta veldur mjög flóknu samhengi í öllum
afurðatölum. I nýlegri rannsókn í Kanada
(Tong et. al., 1976), þar sem gerðar vom til-
tölulega nákvæmar mælingar á fóðurmagni,
voru afurðatölur leiðréttar með tilliti til fóð-
urmagns. Þegar erfðasmðlar voru metnir á
afurðatölunum þannig leiðrétmm, kom í Ijós,
að tvímælingargildið lækkaði verulega, og er
það í góðu samræmi við þá tilgátu hér að
framan, að kýrnar séu að nokkm leyti fóðr-
aðar í samræmi við fyrri afurðir. Þeir fundu
einnig, að leiðrétm tölurnar sýndu mun hærri
neikvæða fylgni milli mjólkurmagns og fitu-
prósentu en óleiðréttu afurðatölurnar, og
gemr það verið bending um, að erfðasam-
bandið sé í reynd neikvæðara en venjulegar
afurðatölur benda til. Afmr á móti hafði slík
leiðrétting næsta lítil áhrif á mat á arfgengi.
Það er ástæða til að leggja áherzlu á, að
hæsta dagsnyt, eins og hún er skilgreind hér,
er mjög ónákvæmur mælikvarði. Um ástæð-
ur þess er áður rætt (Jón Viðar Jónmunds-
son et. al., 1977). Varað skal þó við að túlka
niðurstöður arfgengisútreikninga hér á þann
veg, að ekki megi nota hæsm dagsnyt mun
meira sem mælikvarða á afurðagem en þær
benda til. Til þess að fá svar við slíkum
spurningum verður að nota mjólkurskeiðs-
nyt, þar sem fæst mæling á hæstu dagsnyt á
hverju mjólkurskeiði.