Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 9

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 9
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURÐAR 7 ína. Þar sem súlföt gegna engu augljósu hlutverki í efnaskipmm, nema sem forði ó- lífræns brennisteins, má nota þau sem mæli- kvarða á brennisteinsnæringu. Ef gert er ráð fyrir því að köfnunarefnis-brennisteinshlut- fallið í próteíni, (N/S)n í tiltekinni plöntu sé fast, hafa allar breytingar á köfnunarefnis- og brennisteinsgjöf áhrif á hlutfallið milli heildarmagns köfnunarefnis og heildarmagns brennisteins í plöntum, (N/S)j. . Hátt (N/S)j. -hlutfall sýnir brennisteinsskort, en lágt hlutfall gefur í skyn að nóg sé af brenni- steini eða að skortur sé á köfnunarefni. I reynd er sjaldnast um köfnunarefnisskort að ræða. Þegar lítill brennisteinn er, fer hann svo til allur í próteínmyndun, svo að lítið safnast fyrir af ólífrænum brennisteini. Dijkshoorn o. fl. (1960) fundu að rý- gresi var með (N/S)p = 16,2, þegar það var ræktað við breytilega nítrats- og súlfats- gjöf. Aukin nítratsgjöf leiddi til meira köfn- unarefnis en minni brennisteins. Þeir drógu af þá ályktun að þegar nóg væri af brenni- steini væri (N/S'p svo til jafnt hlutfallinu milli lífræns köfnunarefnis og lífræns brenni- steins, (N/S)0 Þegar nítrat er lítill hluti af heildarköfnunarefni, eins og oft er í grösum, töldu þeir óhætt að nota hlutfallið milli heildarköfnunarefnis og lífræns brennisteins í stað (N/S)0. Við ákvörðun á brennisteinsþörf grasa hefur ýmist verið stuðst við heildarbrenni- stein, sú.'fatsbrennistein eða N/S-hlutföll í grösum. O’Connor og Vartha (1969) fundu í tilraun með axhnoðapunt (Dactylis glomerata) að vaxtarauki vegna brenni- steinsgjafar væri háður köfnunarefnisgjöf. Aðeins við stærsta köfnunarefnisskammtinn (~300 kg/ha) varð talsverður uppskeru- auki við vaxandi brennisteinsgjöf. Samkvæmt þessum niðurstöðum virtist hámarksuppkera fást, þegar heildarbrennisteinn var um 0,35%, en þó aðeins ef ekki skorti köfnun- arefni. Cowling og Jones (1970) ræktuðu rý- gresi í pottum og fundu að ef brennistein skorti væri heildarbrennisteinn <0,20% og (N/S)t >20. Ulrich og Hylton (1969) fundu að í ítölsku rýgresi (Lolium mulú- florum) tæki að bera á brennisteinsskorti þegar heildarbrennisteinninn væri kominn niður í um 0,14%. Mjög lítið var af súlfats- brennisteini, um 0,05% í öllum plöntuhlut- um. Dijkshoorn o. fl. (1960) drógu þá ályktun af tilraunum sínum að brennisteins- skortur í grösum kæmi í ljós, þegar súlfat í bíöðum væri minna en 0,032%. Jones o.fl. (1972) unnu með rýgresi í pottum. Þeir fundu að heildarbrennisteinsteinninn reyndist < 0,19% þegar grasvöxtur fór niður fyrir 90% af hámarksvexti. (N/S)t var á bilinu 8—80, en var yfirleitt < 15, þar til brennisteinsskorts varð vart. LÝSING TILRAUNA OG NIÐURSTÖÐUR. Brennisteinstilraunir hafa verið gerðar nú um nokkurt skeið í tilraunastöðvum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á Reykhólum, Akureyri, Skriðuklaustri, Sámsstöðum og í Bændaskólanum á Hvanneyri. Brennisteinn hefur verið ákvarðaður í grassýnum úr nokkr- um þessara tilrauna. I 1. töflu er yfirlit um þá tilraunaliði, þar sem brennisteinn var mældur í grassýnum, en í sumum þessara tilrauna voru tilraunaliðir með fleiri áburðar- efni. Brennisteinsgjöf var ekki hin sama í öllum tilraununum og grunnáburður var einnig mismunandi. Rétt er að geta þess að fosfór var borinn á sem þrífosfat, en í því eru um 1,5% af brennisteini. Hafa því í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.