Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 9
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURÐAR 7
ína. Þar sem súlföt gegna engu augljósu
hlutverki í efnaskipmm, nema sem forði ó-
lífræns brennisteins, má nota þau sem mæli-
kvarða á brennisteinsnæringu. Ef gert er ráð
fyrir því að köfnunarefnis-brennisteinshlut-
fallið í próteíni, (N/S)n í tiltekinni plöntu
sé fast, hafa allar breytingar á köfnunarefnis-
og brennisteinsgjöf áhrif á hlutfallið milli
heildarmagns köfnunarefnis og heildarmagns
brennisteins í plöntum, (N/S)j. . Hátt
(N/S)j. -hlutfall sýnir brennisteinsskort, en
lágt hlutfall gefur í skyn að nóg sé af brenni-
steini eða að skortur sé á köfnunarefni. I
reynd er sjaldnast um köfnunarefnisskort að
ræða. Þegar lítill brennisteinn er, fer hann
svo til allur í próteínmyndun, svo að lítið
safnast fyrir af ólífrænum brennisteini.
Dijkshoorn o. fl. (1960) fundu að rý-
gresi var með (N/S)p = 16,2, þegar það
var ræktað við breytilega nítrats- og súlfats-
gjöf. Aukin nítratsgjöf leiddi til meira köfn-
unarefnis en minni brennisteins. Þeir drógu
af þá ályktun að þegar nóg væri af brenni-
steini væri (N/S'p svo til jafnt hlutfallinu
milli lífræns köfnunarefnis og lífræns brenni-
steins, (N/S)0 Þegar nítrat er lítill hluti af
heildarköfnunarefni, eins og oft er í grösum,
töldu þeir óhætt að nota hlutfallið milli
heildarköfnunarefnis og lífræns brennisteins
í stað (N/S)0.
Við ákvörðun á brennisteinsþörf grasa
hefur ýmist verið stuðst við heildarbrenni-
stein, sú.'fatsbrennistein eða N/S-hlutföll í
grösum. O’Connor og Vartha (1969)
fundu í tilraun með axhnoðapunt (Dactylis
glomerata) að vaxtarauki vegna brenni-
steinsgjafar væri háður köfnunarefnisgjöf.
Aðeins við stærsta köfnunarefnisskammtinn
(~300 kg/ha) varð talsverður uppskeru-
auki við vaxandi brennisteinsgjöf. Samkvæmt
þessum niðurstöðum virtist hámarksuppkera
fást, þegar heildarbrennisteinn var um
0,35%, en þó aðeins ef ekki skorti köfnun-
arefni.
Cowling og Jones (1970) ræktuðu rý-
gresi í pottum og fundu að ef brennistein
skorti væri heildarbrennisteinn <0,20% og
(N/S)t >20. Ulrich og Hylton (1969)
fundu að í ítölsku rýgresi (Lolium mulú-
florum) tæki að bera á brennisteinsskorti
þegar heildarbrennisteinninn væri kominn
niður í um 0,14%. Mjög lítið var af súlfats-
brennisteini, um 0,05% í öllum plöntuhlut-
um. Dijkshoorn o. fl. (1960) drógu þá
ályktun af tilraunum sínum að brennisteins-
skortur í grösum kæmi í ljós, þegar súlfat
í bíöðum væri minna en 0,032%. Jones
o.fl. (1972) unnu með rýgresi í pottum.
Þeir fundu að heildarbrennisteinsteinninn
reyndist < 0,19% þegar grasvöxtur fór
niður fyrir 90% af hámarksvexti. (N/S)t
var á bilinu 8—80, en var yfirleitt < 15,
þar til brennisteinsskorts varð vart.
LÝSING TILRAUNA
OG NIÐURSTÖÐUR.
Brennisteinstilraunir hafa verið gerðar nú um
nokkurt skeið í tilraunastöðvum Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins á Reykhólum,
Akureyri, Skriðuklaustri, Sámsstöðum og í
Bændaskólanum á Hvanneyri. Brennisteinn
hefur verið ákvarðaður í grassýnum úr nokkr-
um þessara tilrauna. I 1. töflu er yfirlit um
þá tilraunaliði, þar sem brennisteinn var
mældur í grassýnum, en í sumum þessara
tilrauna voru tilraunaliðir með fleiri áburðar-
efni. Brennisteinsgjöf var ekki hin sama í
öllum tilraununum og grunnáburður var
einnig mismunandi. Rétt er að geta þess að
fosfór var borinn á sem þrífosfat, en í því
eru um 1,5% af brennisteini. Hafa því í