Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 5
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1977 9,2:3-21
Áhrif brennisteinsáburðar á heyfeng
og brennistein í grasi
ÁSLAUG HELGADÓTTIR,
Friðrik Pálmason,
Og
Hólmgeir Björnsson.
Rannsóknastofnun landbúnaðarms,
Keldnaholti, Reykjavík.
YFIRLIT
Áhrif brennisteinsáburðar á sprettu og brennistein í grasi var könnuð í nokkrum brennisteinstilraun-
um. Marktækur vaxtarauki fannst í tilraununum að Grænavatni, Arnarvatni, Skjaldfönn, Neðri-Tungu,
Felli, Miklaholti, Stóru-Mástungu og Geitasandi.Þær voru allar í sendnum jarðvegi nema tilraunin í
Miklaholti, sem var í mýrarjörð. Vaxtarauki var ekki umtalsverður af stærri skömmtum af brenni-
steini en 5,8 kg/ha. Markgildi brennisteins í grasi reyndist vera 0,095% S og gildi (N/S)t-hlutfalls-
ins voru flest á bilinu 10—20.
INNGANGUR.
Brennisteinn er nauðsynlegur vexti og við-
haldi plantna, og er hann — ásamt köfn-
unarefni, fosfór, kalí, kalsíum og magn-
esíum — aðalnæringarefni plantnanna. Nú
á síðari árum hefur brennisteinsskortur gert
vart við sig víða um heim. Til þess eru ýms-
ar ástæður. Ber þar fyrst að nefna aukna
notkun brennisteinssnauðs, tilbúins áburðar
eins og þrífosfats, ammoníum nítrats(Kjarna),
kalksaltpémrs og fleiri svipaðra áburðar-
tegunda. í öðru lagi hefur aukin áburðar-
notkun og uppskera í för með sér meiri
upptöku næringarefna úr jarðveginum, og
er brennisteinn þar engin undantekning. Þar
sem brennisteinsáburðarþörf er í beinum
tengslum við notkun köfnunarefnisáburðar,
verður brennisteinsskortur því algengari og
alvarlegri, því meira sem notað er af köfn-
unarefni, fosfór, kalí og öðrum áburði. I
þriðja lagi hafa brennisteinssnauðir orku-
gjafar eins og bensín og olía leyst kol af
hólmi, en kolareykur er mjög brennisteins-
ríkur.
Brennisteinn gegnir ýmsu hiutverki í nær-
ingu plantna. Um 90% alls brennisteins í
plöntum eru í ammínósýrunum sýstín, sýsteín
og metíonín, sem eru nauðsynlegir hlutar
próteíns. Brennisteinn er einnig í bíótíni,
tíamíni, glútatíoni og kóensími A ásamt fjölda
annarra efnasambanda. Fjöldi —SH-hópa
í plöntuvefjunum, sem geta myndað dísúlfíð-
tengi, er tálinn hafa áhrif á viðnámsþrótt
sumra plöntutegunda gegn kulda og þurrki.
Mesmr hluti brennisteins þess, sem plönt-