Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 62
60 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Burdarmánufur
2. mynd: Dreifing á burðartíma kúnna eftir aldri.
Fig. 2: Distribution of month of calving in different age groups.
ára kúm. Margföldunarstuðlarnir eru sýndir
í 8. töflu. í samanburði við stuðla Magnúsar
B. Jónssonar era þessir stuðlar heldur lægri.
Það gæti m. a. verið bending um, að upp-
eldi á kvígum hafi batnað á síðustu árum.
Engar sérstakar athuganir hafa verið gerð-
ar á því, hvort rétt sé að eyða aldursáhrifum
fyrir hæstu dagsnyt með margföldunarleið-
réttingu.
Ahrif harðartíma á afurðir.
Dreifing burðartíma kúnna á mánuði er
verulega ójöfn. Til þess eru vafalítið fjöi-
margar ástæður. Bændur hafa lengi látið
kýrnar bera að vorinu til að geta þannig nýtt
sumarbeitina sem allra mest til mjólkur-
framleiðslu. Erfiðleikar við vetrarflutninga á
mjólk í mörgum héruðum hafa einnig ýtt
undir þessa þróun. Einnig er alþekkt, að
nokkur munur er eftir árstímum á því, hversu
vel kýrnar festa fang. Þá hefur í sumum
héruðum verið misjafnt verðlag á mjólk eftir
árstímum.
Á 2. mynd er sýnd dreifing á burðarmán-
uði í þessari rannsókn fyrir þrjá aldurs-
flokka og fyrir allar kýrnar saman. Þarsést,
að langsamlega flestar kýr bera í apríl, um
18% af öllum kúnum, en í ágústmánuði
bera fæstar kýr, aðeins 4.3 %. Dreifing kúnna
á burðarmánuði er raunhæft frábrugðin
milli aldursflokka (y jL — 431,01**). Þetta
kemur einkum fram í því, að burðartíma-
dreifing yngstu kúnna er jafnari en hinna
eldri. Þessi breyting á burðartímadreifingu
með aldri kúnna kann að vera bending um,
að erfitt sé að fá haustbærar kýr til að halda
tíma. Þá kemur einnig fram raunhæfur mun-
ur milli aldursflokka í því, hve mikill hluti
2
kúnna ber ekki á árinu (X ^ = 164,18**).
Þannig vora 16,4% af þriggja ára gömlum
kúm, sem ekki bera á árinu, á móti 10,2%
af öðrum kúm. Þetta er enn frekari bending
um, að erfitt geti verið að fá haustbærar
kýr til að festa fang á réttum tíma. Önnur