Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 71
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 69
Stuðlar fyrir áhrif aldurs fyrir einstaka
landshluta og ár eru sýndir í 12. töflu. Há-
marksafurðir kúnna í öllum landshlutum eru
við sex eða sjö ára aldur, en þar sem þetta
eru þeir stuðlar, sem metnir eru með mestri
skekkju, þá er tekið meðáltal þessara tveggja
aldursára og við ákvörðun á margföldunar-
stuðlunum leiðrétt að því meðaltali. Þegar
aldursáhrifin eru metin á þennan hátt, má
sjá í töflunni, að enginn munur kemur fram
milli landshluta. Þær sveiflur, sem fram
koma, eru milli ára innan sama landshluta.
Þessar niðurstöður benda mjög ákveðið til,
að með sameiginlegum aldursleiðréttingar-
stuð'um fyrir allt landið megi eyða megin-
hiuta af áhrifum aldurs á afurðir kúnna.
Ahrif burðartíma á afurðir, flokkuð á
sama hátt, eru sýnd í 13. töflu. I öllum
landshlutum bera flestar kýr í aprílmánuði,
og eru því stuðlarnir miðaðir við leiðréttingu
að afurðum aprílbæra. I 13. töflu sést, að
sveiflan á burðartímastuðlunum er mun
meiri en á aldursleiðréttingarstuðlunum.
Tilviljunarskekkjan á burðartímasmðlunum
er að vísu eitthvað hærri. Tilviljunarskekkja
á burðartímastuðlum er þannig á bilinu 30—
80 kg eða í margföldunarstuðlum 0,02. í
þeirri sveiflu, sem fram kemur í stuðlunum,
virðist erfitt að greina nokkurn skýran mun
milli landshluta. Sé hann einhver, lýsir hann
sér í fremur meiri áhrifum burðartímans á
afurðir kúnna á Norðurlandi en á Suður-
landi.
Munur milli ára innan sama landshluta
er aftur á móti verulegur, eins og sést í 13.
töflu. Þessar niðurstöður sýna það mjög skýrt,
að það, sem hér er verið að meta sem áhrif
burðartíma á afurðir, er aðeins að mjög tak-
mörkuðu leyti föst áhrif. Hér eru sennilega
sterkust áhrif af mismunandi fóðri og fóðrun
eftir árstímum, sem verða breytileg frá ári
til árs. Hluti þeirra áhrifa verður bundinn
við ákveðin landssvæði, en stór hluti við ein-
stök bú.
Þá geta sveiflur í árangri sæðingarstarf-
seminnar verkað svo, að fram komi burðar-
tímaáhrif, sem geta orðið mismunandi frá
ári til árs.
Af 13. töflu má sjá, að burðartímaáhrifin
virðast vera meiri árið 1975 en árið 1974.
Munurinn milli ára er auk þess mun aug-
ljósari á Norðurlandi en á Suður- og Vesmr-
landi. Vitað er, að þættir eins og smitandi
veiruskita í kúm á Norðurlandi vorið 1975
og óþurrkar á Suður- og Vesturlandi sumarið
1975 höfðu allnokkur áhrif á afurðir, sem að
hluta til má vænta, að komi fram í burðar-
tímaáhrifum.
Þessar niðurstöður benda til, að ekki sé
annað hægt en nota sameiginlega burðartíma-
stuðla fyrir allt landið. Aftur á móti sýna
þær um leið, að burðartímaleiðréttingin er
verulega óömgg, og þyrfti að leita annarra
aðferða til að geta leiðrétt betur fyrir áhrif-
um burðartímans á afurðir.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR.
I þessari rannsókn hefur verið sýnt fram á
veruleg áhrif aldurs kúnna og burðartíma á
afurðir þeirra. Saman skýra þessir þættir með
því reiknilíkani, sem notað hefur verið til að
meta áhrif þeirra, um 18% af heildarbreyti-
leikanum í afurðamagni hjá kúm innan bús.
Aðferð, sem mikið er nomð til að meta áhrif
einstakra þátta, er að nota sem mat á þau
skýrihluta einstakra þátta í reiknilíkaninu
2
(R^) (Searle, 1971). Þegar þessi aðferð er
nomð, kemur í ljós, að aldurinn skýrir
12,88% af breytileika og burðartími 6,86%.
Eins og áður er nefnt, eru þessir þættir nokk-
uð samtvinnaðir í gögnunum, þannig, að