Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 50

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 50
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 2.’ 48-75 Rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna I. Áhrif aldurs og burðartíma kúa á afurðir JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Ólafur E. Stefánsson og Erlendur Jóhannsson Búnaðarfélagi íslands. YFIRLIT I ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktar- félaganna árin 1974 og 1975. Upplýsingar voru um 25017 afurðaár frá samtals 1763 búum/ár. Eiginleikarnir, sem rannsóknin náði til voru mjólkurmagn kg, mjólkurfita kg, fituprósenta og hæsta dagsnyt á almanaksárinu. Meðaltöl eiginleikanna voru eftirfarandi (meðalfrávik reiknuð innan bús í sviga), mjólkurmagn; 3678 (765), mjólkurfita 152 (33,5) fituprósenta 4,12 (0,36) hæsta dagsnyt 21,2 (3,7). Aðeins voru með í rannsókninni kýr sem voru þriggja ára eða eldri. Fundið var samspil milli aldurs- og burðartímaáhrifa, og virðist hluta af samspilinu megi rekja til skiptinga á ársafurðum á hluta af tveimur mjólkurskeiðum hjá yngstu kúnum. Aldur og burðartími skýra í þessum gögnum úr 18% af breytileika í mjólkurmagni, 14% fyrir mjólkurfitu, 3% fyrir fituprósentu og 23% fyrir hæstu dagsnyt. Hæstum afurðum ná kýrnar við sex til sjö ára aldur. Þriggja ára kýr skila 719 kg lægri ársafurðum en sjö ára gamlar kýr. Áhrif aldurs á fituprósentu eru fremur lítil og fer fituprósenta lækkandi með hækkandi aldri kúnna. Sjö ára kýr komast í 3,4 kg hærri hæstu dagnyt en þriggja ára gamlar kýr. Kýr, sem bera í janúar, skila mestum afurðum en sumarbærar kýr (júní—ágúst) ásamt desember- bærum skila minnstum ársafurðum. Munur á ársafurðum hjá kúm, sem bera í janúar og júlí, eru 705 kg. Áhrif burðartíma á fituprósentu eru lítil, áhrif burðartíma á hæstu dagsnyt eru einnig lítil en kýr sem bera að vori og sumri (apríl—ágúst) komast í hæstu dagsnyt. Áhrif aldurs og burðartíma á afurðir virðast fremur hlutfallsleg en samleggjandi. Margföldunarstuðlar til leiðréttingar á afurðatölum eru birtar í töflu. Lítill munur virðist milli landshluta í áhrifum aldurs á afurðir, en áhrif burðartíma á afurðir virðast meira breytileg eftir landshlutum og árum. Niðurstöðurnar eru ræddar með hliðsjón af eldri rannsóknum innlendum sem erlendum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.