Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 18
16 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
10 tafla: Árlegur vaxtaauki vegna brennisteinsáburðar í sex tilraunum. Hkg/ha.
Table 10: Annually measured yield increase for sulphur application in
six experiments. Hkg/ha.
Arnarvatn 204-68 Unaðsdalur 326-73 Skjaldfönn 326-73 Neðri-Tunga 327-72 Fell 328-72 Miklaholt 215-68
12,7 8,7 5,8 5,2 0,4 7,9
27,7 8,4 0,9 11,2 11,7 5,6
22,5 5,9 10,2 12,3 5,5 3,5
22,1 -1,3 5,3 5,8 5,0 2,8
21,6 12,1 16,5 -0,9
þeim ályktanir. Árið 1976 var kal nokkurt,
og brást spretta í reitum, þar sem of lítið
var borið á af brennisteini, fosfór eða kálí.
Sá liður, sem sambærilegur er við brenni-
steinsliðinn, gaf þá aðeins 10,7 hkg/ha, en
með brennisteinsáburði fengust 27,2 hkg/ha.
I Miklaholti fannst brennisteinssvörun hins
vegar einkum fyrstu árin, en síðan hverfur
hún. Þetta er í mótsögn við aðrar tilrauna-
niðurstöður. Gæti því verið um óvenjulegt
tilviljunarfrávik vegna tilraunaskekkju að
ræða fremur en raunverulega svörun eða
breytingu á svörun. Til þess bendir einnig,
að þetta er eina tilraunin í mýrlendi sem
gefur marktæka meðalsvörun. Rétt er þó að
benda á að tilraunin hófst árið 1968, á köldu
árunum, en hinar tilraunirnar voru flestar
gerðar síðar. Þetta vekur þá spurningu hvort
í mýrlendi sé brennisteinsskorts fremur að
vænta í köldu árferði. Til samanburðar má
benda á að fosfórskortur virðist einnig vera
meiri í köldu árferði (Magnús Óskarsson,
1977, Hólmgeir Björnsson, 1978).
Meðalvaxtarauki (óvegið meðáltal) í
þeim 27 tilraunum, sem hafa ekki gefið
marktækan vaxtarauka samkvæmt framan-
sögðu, er + 0,24 hkg/ha. Er þetta lága
meðaltal frekari staðfesting þess, að tilraun-
irnar hafi flestar verið gerðar við skilyrði
þar sem brennisteinsáburður gefur ekki vaxt-
arauka. Á einum þessara staða, Skriðuklaustri,
hófst þó tilraun árið 1976 og gefa fyrsta
árs niðurstöður þar 7,4 — 3,9 hkg/ha í
vaxtarauka vegna brennisteinsáburðar. Til-
raunirnar þrjár á Skriðuklaustri hafa verið
gerðar á mismunandi landi.
I fimm tilraunanna, sem gáfu marktækan
vaxtarauka vegna brennisteinsgjafar, voru
reyndir misstórir brennisteinsskammtar. I
Miklaholti og á Hólum var minni skammtur-
inn svo stór, 11 kg S/ha, að árangurs var
naumast að vænta af viðbótargjöf. Vaxtar-
auki vegna stærri skammta en 5,8 kg S/ha
var —0,4 hkg/ha á Geitasandi, +0,6 á
á Arnarvatni og + 1,6 í Stóru-Mástungu. Á
Felli hófst ný tilraun árið 1975 til að meta
nánar þá brennisteinsþörf sem eldri tilraun
hafði vakið grun um. Tvö fyrstu árin gáfu
6—12 kg S/ha að meðaltali 1,8 hkg/ha
minna en 3 kg S/ha. Þessar niðurstöður benda
til þess að í öllum tilraununum hefði minnsti
skammtur, sem reyndur var, dugað til að
bæta úr brennisteinsþörfinni.
Rétt er að ítreka að brennisteinn hefur
verið borinn á með fosfóráburðinum, sem er
þrífosfat, í öllum þessum tilraunum. Kann
það að hafa verið nóg til að fullnægja brenni-
steinsþörfinni þar sem hún var lítil. Þetta