Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Qupperneq 97

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Qupperneq 97
ÖRYGGI í AFKVÆMADÓMI Á NAUTUM 95 afkvæmadómsins með því að reikna sam- band milli afkvæmadóms hjá föður og syni. Upplýsingarnar voru niðurstöður afkvæma- rannsókna á Friesian-nautum á Bretlands- eyjum. Hann fann, að þetta samband var aðeins um 70% af því, sem það átti að vera. Hugsanlega skýringu á þessu telur hann, að mikill hluti feðranna sé naut, sem séu afkvæmadæmd, áður en sæðingar urðu al- mennar, og eigi því dætur á einu eða mjög fáum búum. Því sé afkvæmadómurinn óná- kvæmari en gert er ráð fyrir. Ödeg.árd og Robertson (1967) gerðu líka rannsókn og notuðu afkvæmarannsókna- niðurstöðu á nokkur þúsund nautum á Bretlandseyjum. Ef gert var ráð fyrir, að arfgengi mjólkurmagns væri 0.25, var sam- hengið milli dóms hjá föður og syni aðeins um 70% af því, sem það átti að vera. Hugs- anlega skýringu á þessu telja þeir, að þegar nautkálfar séu valdir til lífs, séu oft miklir kostir föður látnir vega upp á móti göllum móðurinnar að einhverju leyti, en það dregur að sjálfsögðu úr sambandinu milli föður og sonar. Einnig benda þeir á, að sæðingar- stöðvar séu margar og nautin oft nomð á tiltölulega þröngu svæði, svo að samanburð- urinn sé í reynd ekki eins tilviljunarkenndur og gert er ráð fyrir. Ödeg.árd (1968) gerði sams konar rannsókn á tölum frá Noregi og fann þar samhengi, sem var í mjög góðu samræmi við það, sem búast átti við. Syrstad (1966) bar saman afkvæmadóm á nautum við mishátt búsmeðaltal í naut- griparæktarfélögum í Noregi. Hann reiknaði erfðafylgni á milli dóma við mishá búsmeðal- töl og var hún um einn. Virtist því ekki um nein víxláhrif milli erfða- og umhverfis- áhrifa að ræða. Hann fann heldur hærra arf- gengi við hátt búsmeðaltal. Þar í landi hafa á síðustu árum orðið miklar umræður um það, hvort hugsanleg séu víxláhrif milli kjarnfóðurgjafar og erfðaáhrifa. I rannsókn á afurðatölum úr skýrslum nautgriparæktar- félaganna fann Fimland (1973) engar bendingar um slíkt. Til að fá skýrari mynd af þessum þætti voru hafnar umfangsmiklar til- raunir og notaðir við þær eineggja tvíkefl- ingar. Fyrstu niðurstöður þeirra tilrauna benda eindregið til, að ekki sé um að ræða nein víxláhrif milli kjarnfóðurmagns og erfða- áhrifa (Syrstad, 1976). í Finnlandi hafa Lindström et al. (1971) borið saman afkvæmadóma á nautum í ólík- um landshlutum. Fundu þeir mjög mikinn mun á arfgengi eftir landshlutum, en sam- hengið á milli afkvæmadóma í ólíkum hér- uðum var í góðu samræmi við það, sem það átti að vera. Þeir fundu einnig svo mikinn mun á leiðréttingarstuðlum eftir landshlut- um, að það hafði áhrif á afkvæmadóminn, hvaða stuðlar voru notaðir. Petersen (1975) hefur borið saman dætur nauta dreifðar á bú í Danmörku og dætur sömu nauta á samyrkjubúum í Búlg- aríu og Tékkóslóvakíu. Til að meta sam- hengið notaði hann erfðafylgni. Erfðafylgnin reyndist svo nálægt einum, að ekki virðist nein víxláhrif milli erfða- og umhverfis- áhrifa, þó að þarna sé um að ræða veru- legan breytileika í umhverfisáhrifum. Fimland et al. (1972) báru saman af- kvæmahópa undan nautum í Israel. Voru dæturnar í öðrum hópnum á stórum sam- yrkjubúum, þar sem kýrnar voru mjólkaðar þrisvar á dag, en í hinum á fremur litlum einyrkjabúum, þar sem kýr eru mjólkaðar tvisvar á dag. Fundu þeir, að erfðafylgni milli dóma á mjólkurmagni við þessar tvær aðstæður var yfir 0.9, og bendir það ein- dregið til, að það sé sami erfðaeiginleiki, sem mældur sé í bæði skiptin. Mestar rannsóknir á þessum þáttum hafa þó verið gerðar í Norður-Ameríku. Van Vleck et al. (1961) notuðu afurðatölur um kýr í New-York-ríki. Þegar þeir gerðu fer-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.