Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Qupperneq 79
ARFGENGI MJÓLKURFRAMLEIÐSLUEIGINLEIKA 77
INNGANGUR.
Til þess að geta gert sér grein fyrir, hvernig
haga skuli kynbótastarfinu, svo að sem
mestur árangur verði af úrvali, er nauðsyn-
iegt að þekkja breytileika svipfarsins og að
hve miklu leyti sá breytileiki ræðst af erfð-
um. Þegar valið er fyrir mörgum eiginleik-
um samtímis, þarf auk þess að gera sér grein
fyrir innbyrðis tengslum eiginleikanna, bæði
erfða- og umhverfisfylgni.
Utreikningar hafa sýnt, að árangur af úr-
vali fyrir auknum afurðum er verulega háður
því, hvert arfgengi eiginleikans er (Magnús
B. Jónsson og Jón Viðar Jónmundsson,
1974). Þess vegna er eðlilegt, að nokkur
áherzla sé á það lögð að fá sem gleggsta
mynd af þessum stuðlum fyrir íslenska kúa-
stofninn, til að framkvæmd kynbótastarfsins
með tilliti til afurðasemi geti á hverjum
tíma orðið sem réttust. Slíkt verður aðeins
gert með rannsóknum á sem nýjustum gögn-
um úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna. I
þessari grein er gerð grein fyrir niðurstöðum
slíkrar rannsóknar.
YFIRLIT YFIR ELDRI RANNSÓKNIR.
Eldri rannsóknir hér á landi,
Aðeins ein umfangsmikil rannsókn á erfða-
stuðlum fyrir íslenzkar kýr hefur áður verið
gerð. Vann Magús B. Jónsson (1968) þá
rannsókn og notaði í hana afurðatölur fyrir
kýr, sem voru á skýrslu nautgriparæktarfé-
laganna í Arnessýslu árin 1960—1963.
Stuðlarnir voru metnir með fylgni milli hálf-
systra. Arfgengisútreikningarnir voru reistir á
upplýsingum um 8494 skýrsluár hjá dætrum
169 nauta. Tvímælingargildið var metið í
sömu útreikningum. Arfgengi búmeðaltals-
ins var metið úr frá aðhvarfi afurða dætra
ákveðins nauts að búsmeðaltali, og voru
notaðar í þeim útreikningum upplýsingar um
1590 dætur 85 nauta. Helztu niðurstöður
voru þessar:
Tvímeel- Arfgengi
ingar- búsmeðal-
Eiginleiki gildi Arfgengi talsins
Mjólkurmagn 0.34 0.12—0.15 0.08
Mjólkurfita 0.34 0.10—0.13 0.06
Fímprósenta 0.39 0.27—0.37 0.56
í þessum sömu útreikningum var lagt mat
á svipfars- og erfðafylgni milli þessara eigin-
leika.
Reynir Sigursteinsson (1973) notaði
gögn frá nautgriparæktarfélögunum á Suð-
urlandi frá árunum 1970 og 1971 til að
kanna arfgengan mun milli búa í afurða-
magni. Fann hann hverfandi erfðamun milli
búa, arfgengi búsmeðaltalsins 0.05 fyrra
árið, en fyrir síðara árið fékk hann neikvætt
mat á þessa stærð. I þessum sömu gögnum
reiknaði hann arfgengi á afurðaeinkunn 0.19,
en þeir útreikningar náðu til um 3000 kúa
hvort ár.
Sigurður Steinþórsson (1975) reiknaði
arfgengi á nyt á fyrsta mjólkurskeiði, ein-
stökum mælingum og hlutfallstölum mæl-
inga hjá kvígum, sem voru í afkvæmarann-
sókn á afkvæmarannsóknastöðinni í Laugar-
dælum árin 1954—1972. Samtals voru þetta
406 kvígur undan 45 nautum. Fann hann
mjög hátt arfgengi á afurðum á fyrsta mjólk-
urskeiði, 0.65.
Jón Viðar Jónmundsson (1975) reikn-
aði arfgengi fyrir mjólkurmagn eftir tölum
úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna árið
1974. Þeir útreikningar tóku aðeins til kúa,
sem höfðu þá fyrsta afurðaár sitt í einkunna-
útreikningi. Samtáls voru það 2645 kýr undan
69 nautum. Arfgengið reyndist 0.23. Ekki
tókst í þeim gögnum að finna neinn arf-
gengan mun í mjólkurmagni milli búa.