Milli mála - 2019, Page 112

Milli mála - 2019, Page 112
112 Milli mála 11/2019 SJÁLFSMYND, FRAMANDLEIKI OG TUNGUMÁL Í VERKUM MATÉOS MAXIMOFF skyldar mállýskur.3 Fyrstu skáldverkin komu svo út á millistríðsár- unum (1918–1939) og undanfarna áratugi hefur rómískum rithöf- undum fjölgað umtalsvert.4 Bókmenntir Rómafólks hafa þó sjaldan komið fyrir augu íslenskra lesenda og svo virðist sem „Þrjú Sígaunaljóð“, í þýðingu Einars Braga skálds og rithöfundar, séu einu textarnir sem komið hafa út á ís- lensku. Ljóðin fjalla um hestaþjófnað, flótta og ástarsorg og birtust í tímaritinu Birtingi árið 1966.5 Tvö þeirra eru eignuð serbnesku skáld- konunni Ginu Raňičić en ekki kemur fram hver höfundur þriðja ljóðsins sé.6 Fólki af rómískum uppruna hefur farið fjölgandi á Íslandi undanfarna áratugi og brýnt er að gera menningu þess, sögu og menningararfi betri skil.7 Ritverk Rómafólks eru margvísleg en ekki er óalgengt er að þau tengist sjálfsmynd þess, menningu og sagnaarfi.8 Þau veita einstaka innsýn í líf og lifnaðarhætti þess samfélags sem þau eru sprottin úr og eru í senn framandi og kunnugleg. Í þessari grein verður sjónum beint að rómíska rithöfundinum Matéo Maximoff, en ekkert benti til þess að hinn ungi Maximoff, sem sótti skóla „náttúrunnar, skógarins, stíganna og lækjanna“9 ætti eftir að feta leið hins ritaða orðs. Einkum verður fjallað um vægi eða hlutverk rómíska tungumálsins í textum 3 Germano þýddi einnig verk Púshkíns á rómísku, skrifaði um málfræði rómísku og sögu Rómafólks; Hancock, The Roads of the Roma, bls. 11; Milena Hübschmannová, „Alexander Vyacheslavovoch Germano“, ROMBASE. http://rombase.uni-graz.at/, [skoðað 30. nóvember 2019]. Um rómísku, sjá nánar nmgr. 29. 4 Um þetta fjallar Sofiya Zahova í greininni „Romani Language Literature“, Yaron Matras og Anton Tenser (ritstj.), The Palgrave Handbook of Romani Language and Linguistics, Houndmills: Palgrave Macmillan, 2020, bls. 539–569. 5 „Þrjú Sígaunaljóð“, Birtingur 12 (1–3)/1966, bls. 13–14. 6 Talið er víst að ljóð skáldkonunnar Ginu Raňičić (?–1890) hafi verið aðlöguð og þeim breytt af austurríska sígaunafræðingnum Heinrich von Wlislocki; Milena Hübschmannová, „Alexander Vyacheslavovich Germano“. 7 Árið 2020 kemur út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum safn smásagna eftir höfunda af rómískum uppruna. Ritstjórar bókarinnar eru Sofiya Zahova, sérfræðingur í menn- ingu og málefnum Rómafólks, og Ásdís R. Magnúsdóttir. Ian Hancock, prófessor við University of Texas at Austin, skrifar inngang að sögunum, og Sofiya eftirmála. Í bókinni verða rúmlega tuttugu smásögur eftir sex höfunda: Georgijy Tsvetkov, Ilona Ferková, Jess Smith, Jorge Emilio Nedich, Jovan Nikolic og Matéo Maximoff. Sögurnar eftir Maximoff eru allar úr safninu La poupée de Mameliga. Le livre de la peur, Romainville: Chez l’auteur, 1986. 8 Sjá nánar Cécile Kovácsházy, „Pour une définition des littératures tsiganes/romani“, Études tsiganes 37/2009, bls. 4–7; Sofiya Zahova, „Romani language literature“, bls. 17–26; Paola Toninato, Romani Writing: Literacy, Literature and Identity Politics, New York: Routledge, 2014, sjá einkum 2. hluta verksins, „The Rise of Romani Literature“. 9 Matéo Maximoff, Dites-le avec des pleurs. Récit, Romainville: Chez l’auteur, 1990, bls. 52.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.