Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 6
6
Það er ekki laust við að blendnar tilfinningar bær-
ist í brjósti mér nú þegar ég sest niður í byrjun
desember til að skrifa síðasta pistil minn í Ljós-
mæðrablaðið. Þessi ár sem eru liðin frá því að ég
tók við formennsku í félaginu hafa verið annasöm,
stormasöm og það hafa skipst á skin og skúrir,
sigrar og ósigrar.
Þetta starf felur í sér miklar áskoranir og ég
held að jafn fjölbreytt og lærdómsríkt starf sé
vandfundið.
Þegar ég lít til baka er mér efst í huga allt það
góða fólk sem ég hef kynnst og unnið með. Fólk
sem ég hefði alla jafna ekki hitt annars, þetta eru
bæði ljósmæður, aðrir formenn stéttarfélaga,
stjórnmálamenn, lögfræðingar, hagfræðingar,
sáttasemjarar, forstöðumenn stofnana og svo
má lengi telja. Af öllu þessu fólki hef ég lært ótal
margt.
Ekki síst hef ég lært hvernig „kerfið“ virkar. Eitt-
hvað sem virkar svo lítið mál að gera getur tekið
mörg ár í „kerfinu“ og um leið og skref er tekið
áfram kemur hálft skref afturábak. Gott dæmi er
leyfi ljósmæðra til að gefa út lyfseðla fyrir getnað-
arvörnum. Mál sem hefur verið á borði félagsins
og á fleiri stöðum í um tuttugu ár hafðist loks í
gegn. Þetta sýnir að aldrei má láta deigan síga
og þrátt fyrir að svo virðist sem mál hafi siglt í
strand má ekki hætta við, öllu þarf að fylgja fast
eftir.
Í þessu starfi hefur gefist tækifæri til að skipu-
leggja stóra alþjóðlega ráðstefnu, standa að
bókaútgáfu, gangast fyrir appútgáfu, heimasíðu-
breytingar, skartgripaútgáfa ásamt öðrum félags-
vörum, skipuleggja bæði 95 og 100 ára afmæli
félagsins, málstofur, námskeið bæði með inn-
lendum og erlendum fyrirlesurum, skipuleggja
Rússlandsferð, heiðra ljósmæður, afhenda skjala-
safn félagsins Kvennasögusafni til varðveislu,
skipuleggja og sjá um alþjóðlega fundi, undirbúa
afmælissýningu í Þjóðarbókhlöðu, undirbúa mál-
sókn fyrir Félagsdómi og síðar Héraðsdómi og
loks Hæstarétti.
Þetta er bara brot af því sem ég hef fengið að
upplifa og þetta hafa allt verið lærdómsrík og
Formannspistill
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands