Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 14
14 Um Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður orti Matthías Jochumsson „Harða blíða, heita, sterka sál, - hjarta þitt var eldur, gull og stál“ og lýsa þessi orð vel þeim andstæðum sem einkenndu persónu hennar. Þorbjörg fæddist að Sandfelli í Öræfum árið 1828 en fjölskyldan fluttist að Mýrum í Álftaveri þegar hún var ársgömul. Faðir hennar var prestur en heilsu- veill og drykkfelldur og bjuggu þau við fátækt af þeim sökum. Þegar Þorbjörg óx úr grasi þráði hún annars konar líf en basl og búskap en á þessum tíma voru tækifæri stúlkna til menntunar nánast engin hér á landi. Hún sigldi því til Kaupmannahafnar og lærði ljósmóðurfræði. Að námi loknu, árið 1856, settist hún að í Reykjavík sem var í örum vexti. Á þeim fimmtíu árum sem hún starfaði fjölgaði íbúum úr 1500 í um 7000. Þorbjörg var farsæl í starfi og þekkt fyrir að verja rétt þeirra sem minna máttu sín en margir íbúar Reykjavíkur bjuggu við erfiðar aðstæður og fátækt: „Yfir sængurkonur breiddi hún alla hina vörmu kvenúð sína jafnt, hvort sem æðri voru eða lægri, sælli eða vesælli, og hljóp ótrautt undir bagga með þeim, sem örbirgð gerði hinn litla gest miðlungi velkominn í heimilið“. Þorbjörg sá líka um verk- lega kennslu ljósmóðurnema um árabil og dvöldu nemarnir þá oftar en ekki á heimili hennar við Skólavörðustíg 11. Þar bjuggu líka í lengri eða skemmri tíma alþingismaðurinn Benedikt bróð- ir hennar, skáldið Einar Ben sonur hans og Ólafía fósturdóttir Þorbjargar. Það var því oft mikið líf í litla steinbænum og heitar umræður um allt milli himins og jarðar. Stundum var sagt að þaðan bærust áhrifin beint inn á þing. Þorbjörg var mikill sjálfstæðissinni, hún barðist líka fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms og beitti sér fyrir stofnun háskóla hér á landi. Hún hvatti konur til að láta sig þjóðfélagsmálin varða, vera vel upplýstar og segja skoðanir sínar upphátt. Það gerði hún svo sannarlega sjálf. Hún var þekkt fyrir að standa upp á fundum og samkomum út um alla Reykjavík og halda innblásnar þrumu- ræður, á fundum þar sem karlar höfðu áður einir haft orðið. Sagt er að hún hafi verið fyrst íslenskra kvenna til að tjá skoðanir sínar með þessum hætti á opinberum vettvangi. Eitt sinn var Þorbjörg handtekin í baráttu sinni og dæmd til fangelsisvistar en fanga- vörðurinn treysti sér ekki til þess að læsa slíka sómakonu inni og vistaði hana þess í stað heima hjá sér í nokkra daga eða þar til hún var kölluð aftur til starfa. Þorbjörg þótti tala af skynsemi, fólk hlustaði á hana og það er haft fyrir satt að hún gæti haft afgerandi áhrif á úrslit þingkosninga með málflutningi sínum sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hún hafði aldrei kosninga- rétt til Alþingis sjálf. Barátta og hugrekki Þorbjargar varð fleiri konum hvatning og árið 1894 stofnaði hún Hið íslenska kvenfé- lag ásamt Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Ólafíu fósturdóttur sinni og fimm öðrum konum. Það var fyrsta félagið hér á landi sem gerði kvenréttindi að sínu helsta stefnumáli og veitti Þorbjörg því for- mennsku til dánardags. Þorbjörg lést 6. janúar 1903 en á næstu árum unnust miklir sigrar í réttindabaráttu kvenna hér á landi sem hún hafði átt þátt í að leggja grunninn að með baráttu sinni. Hinstu kærleikskveðju sína sendi Þorbjörg skömmu fyrir and- lát sitt. Hún hafði óskað þess að engir blómsveigir yrðu lagðir á leiði sitt en vinir og vandamenn gætu þess í stað látið fé af hendi rakna í sjóð til styrktar fátækum sængurkonum. Yfir kistu Þorbjargar var í staðinn lagður svartur flauelsfeldur og í minn- ingarorðum um hana sagt að kærleiksminningin væri dýrlegasti kransinn á blómlausri kistunni, krans sem aldrei visnar. Portrett: Steinunn Eyja Halldórsdóttir Þorbjörg Sveinsdóttir Fyrsta kvenréttindakona Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.