Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 25

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 25
25 stuðning er ekki alltaf hægt að veita á þverfræðileg- um fæðingardeildum sjúkrahúsa (Bohren, Hofmeyr, Sakala, Fukuzawa og Cuthbert, 2017). Í Cochrane- -samantekt á rannsóknum áhrifa samfellds stuðnings í fæðingu þá virðist samfelldur stuðningur í fæðingu hafa jákvæð áhrif á útkomu kvenna (Bohren o.fl., 2017). Yfirseta ljósmæðra í fæðingum er tæki þeirra til þess að veita samfelldan stuðning í fæðingu þar sem tengsl og traust myndast á milli ljósmóður og konu. Í yfirsetu þróast þekking ljósmæðra og færni til að stuðla að öryggi mæðra og barna þeirra (Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Í ljósmæðrastýrðri umönnun, líkt og er á ljós- mæðrastýrðum einingum, er lögð áhersla á að sama ljósmóðirin, eða teymi ljósmæðra, fylgi konunni í gegnum allt barneignarferlið. Ljósmóðirin eða ljós- mæðurnar meta hvort þörf sé á frekari eftirliti eða þjónustu og kalla eftir henni. Í samantekt 15 rann- sókna (n=17.674), þar sem útkoma ljósmæðrastýrðr- ar umönnunar í barneignarferlinu var borin saman við læknisstýrða eða blandaða umönnun heilbrigð- isstétta, kom í ljós að konur, sem hlutu ljósmæðra- stýrða umönnun á meðgöngu og í fæðingu, þurftu síður mænurótardeyfingu, spangarklippingu eða áhaldafæðingu. Þær voru líklegri til að fæða sjálf- krafa og sömu líkur voru á keisaraskurði í hópunum (Sandall, Soltani, Gates, Shennan, og Devane, 2016). Rannsóknir á útkomu fæðinga Árið 2011 var birt stór bresk rannsókn (Birthplace in England) sem bar saman inngrip og útkomur kvenna og barna, eftir ætluðum fæðingarstað í byrjun fæðinga, hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu. Rannsóknin sýndi almennt jákvæða út- komu fæðinga utan sjúkrahúsa (Brocklehurst o.fl., 2011). Rannsóknir á útkomu fæðinga eftir fæðingar- stöðum hafa víða ýtt undir stefnubreytingar hjá heilbrigðisyfirvöldum, bæði hvað varðar framboð fæðingarstaða utan sjúkrahúsa en einnig varðandi fræðslu um fæðingarstaði utan sjúkrahúsa. Sem dæmi má nefna að National Institute for Health and Care Excellence (NICE) gaf út klínískar leiðbeiningar árið 2014 varðandi mæðravernd, byggðar á niður- stöðum bresku rannsóknarinnar. Í leiðbeiningunum er heilbrigðisstarfsfólk hvatt til þess að fræða heil- brigðar konur í eðlilegri meðgöngu um útkomu fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum innan og utan sjúkrahúsa og útkomu heimafæðinga, skýra út fyrir þeim að þær hafi val um fæðingarstað og styðja þær í því vali (NICE, 2014). Íslenskar rannsóknir á útkomu ljósmæðrastýrðra eininga Til eru lýsandi rannsóknir á útkomu fæðinga, bæði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Meistaraverkefni Sigrúnar Krist- jánsdóttir er afturvirk, lýsandi rannsókn á útkomu fæðinga 112 kvenna sem ráðgerðu að fæða á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja árið 2010. Niðurstaða rannsóknarinnar var að útkoma úr fæðingum var góð, í samanburði við sambærilega fæðingarstaði, bæði á Íslandi og erlendis. Ekkert barn fékk undir 7 í Apgar eftir 5 mínútur (Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Meistaraverkefni Steinu Þóreyjar Ragnarsdóttur er afturvirk, lýsandi rannsókn á útkomu fæðinga 145 kvenna sem fæddu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. maí 2010 – 1. maí 2011. Helstu niðurstöður voru þær að útkoma spangar var góð, lítið var um notkun sterkra verkjalyfja, en margar konur nýttu sér baðið, lítið var um inngrip í fæðingar og meðalapgarskor nýbura var 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur (Steina Þórey Ragnarsdóttir, 2013). Berglind Hálfdánsdóttir og fleiri báru saman út- komu heimafæðinga (n=307) á Íslandi við útkomu á þverfræðilegri fæðingardeild (n=921) í afturvirkri ferilrannsókn. Niðurstöðurnar sýndu að konur sem byrjuðu fæðinguna heima þurftu síður hríða- örvun, eða mænurótardeyfingu og þeim blæddi síður eftir fæðinguna heldur en konum sem byrj- uðu fæðinguna á þverfræðilegri fæðingardeild (Halfdansdottir, Smarason, Olafsdottir, Hildingsson, og Sveinsdottir, 2015). Stefanía Ósk Margeirsdóttir (2020) gerði aft- urvirka, lýsandi rannsókn á útkomu fæðinga í fæðingarstofu Bjarkarinnar á tímabilinu maí 2017 – desember 2019. 274 konur stefndu að því að fæða í fæðingarstofunni á því tímabili og fæddu 145 konur þar á tímabilinu. Niðurstöður sýndu fram á lága tíðni inngripa og jákvæða útkomu fyrir konur og nýbura. Samantektir um útkomu á ljósmæðrastýrðum einingum Síðustu árin hefur verið lögð áhersla á að bera saman útkomu fæðinga eftir fæðingarstöðum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.