Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 33

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 33
33 á ljósmæðrastýrðum einingum. Hver yrði útkoma fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum ef allar heil- brigðar konur í eðlilegri meðgöngu yrðu þvingaðar til þess að fæða þar? Rannsókn Bernitz og félaga (2011), sem er slembivalin, stýrð samanburðarrann- sókn, eina rannsóknin þar sem konur, sem fæddu á ljósmæðrastýrðum einingum, völdu það ekki sjálfar og jafnframt önnur af tveimur rannsóknum sem sýndu ekki marktækan mun á keisaraskurðum og áhaldafæðingum eftir fæðingarstöðum (Bernitz o.fl., 2011). Gæti verið að með því að slembivelja inn á fæðingarstaði þá sé um leið leiðrétt fyrir viðhorfi kvenna sem mögulega hefur áhrif á útkomu fæðinga? Ef viðhorf kvenna skipta máli fyrir útkomu, hvaða viðhorf eru það þá helst? Í eigindlegri rannsókn frá Nýja–Sjálandi voru skoðuð viðhorf kvenna til fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa. Konur, sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðum einingum, höfðu trú á fæðingarferl- inu og getu sinni til að fæða. Þær höfðu trú á ljósmóðurinni, umgjörðinni í kringum fæðingar- þjónustuna og á ljósmæðrastýrðu einingunni (Grigg o.fl., 2015). Samkvæmt rannsókn á viðhorfum sænskra og ástralskra kvenna virðist trú á náttúrlegt ferli fæðinga, vilji til að hafa stjórn á aðstæðum og óttaleysi gagnvart fæðingum geta aukið líkur á eðli- legum fæðingum (Haines, Rubertsson, Pallant og Hildingsson, 2012). Mat á kerfisbundnum skekkjum í samantektinni Ekki er öruggt að allar rannsóknir um efnið á til- teknum tíma hafi fundist. Leitin var takmörkuð við útgefnar rannsóknir og efni á ensku. Einnig gætu rannsóknir hafa verið gefnar út fyrr sem hefðu átt að vera með í þessari samantekt. Ekki er öruggt að höfundur þessarar fræðilegu samantektar hafi áttað sig á skekkju allra einstakra rannsókna og því getur það skilað sér í niðurstöðum samantektarinnar. Framtíðarrannsóknir Mikilvægt er að afla samræmdra gagna og fram- kvæma samanburðarrannsóknir á útkomu ljós- mæðrastýrðra eininga og þverfræðilegra fæðingar- deilda á Íslandi. Jafnframt væri áhugavert að skoða ólík viðhorf kvenna eftir því hvaða fæðingarstað þær velja sér, viðhorf kvenna til fæðinga almennt og hver sé upplifun þeirra af öryggi í tengslum við ólíka fæðingarstaði. Einnig er viðhorf maka verðugt viðfangsefni þar sem ákvörðun um fæðingarstað er ekki endilega einhliða ákvörðun hinnar barns- hafandi konu. Viðhorf ljósmæðra eru heldur ekki einsleit og áhugavert væri að skoða betur ólík viðhorf þeirra eftir starfsumhverfi þeirra. Hagnýting rannsóknar Mikilvægur þáttur í þjónustu barnshafandi kvenna er sá að þær hafi val um þá þjónustu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldum best. Til þess að konur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvað hentar þeim þá er mikilvægt að þær geti fengið upplýsingar um öryggi á fæðingarstöðum miðað við það þjónustu- stig sem er í boði á hverjum stað. Samkvæmt klínísk- um leiðbeiningum um meðgönguvernd á Íslandi þá á að upplýsa konur um val á fæðingarstað (Land- læknisembættið, 2008). Niðurstöður þessarar sam- antektar má nota til að gefa raunhæfar upplýsingar um öryggi mismunandi fæðingarstaða eða til að gera fræðsluefni um eðlilegar fæðingar og útkomu fæðinga eftir fæðingarstöðum. Einnig verður hægt að nota niðurstöðurnar sem grunn að frekari rann- sóknum á útkomu fæðinga eftir fæðingarstöðum eða við endurskoðun á leiðbeiningum Landlæknis- embættisins frá 2007 um val á fæðingarstað. Rannsóknir samantektarinnar skortir tölfræði- legan styrk til að fullyrða um sjaldgæfar útkomu- breytur nýbura. Miðað við niðurstöður samantektar- innar telur höfundur þó að íhuga ætti breytt verklag og mæla með ljósmæðrastýrðum einingum og heimafæðingum fyrir heilbrigðar konur í eðlilegu ferli í því skyni að bæta útkomu fæðinga. Ályktanir • Konur sem ætla sér að fæða á ljósmæðra- stýrðum einingum þurfa síður inngrip á borð við mænurótardeyfingu, hríðaörvun, áhalda- fæðingu eða keisaraskurð en konur sem ætla sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. • Hluti kvenna sem byrja fæðingu á ljósmæðra- stýrðum einingum eru fluttar á hærra þjónustu- stig í fæðingu. Algengustu ástæður flutninga er hægur framgangur fæðingar eða þörf á frekari verkjastillingu. Neyðarflutningar eru sjaldgæfir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.