Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 40
40 Samkvæmt Benute o.fl. (2013) voru helstu sálfé- lagslegu áhættuþættirnir sem höfðu áhrif á andlega líðan kvenna, aukið álag og streita á meðgöngu, ótti við að þyngjast of mikið eða að töluverðar líkam- legar breytingar myndu eiga sér stað, lágt sjálfsá- lit, skortur á félagslegum stuðningi og neikvæðar tilfinningar eða væntingar til barnanna. Átti þetta einungis við um meðgöngutímabilið. Niðurstöður rannsóknar Wenze og Battle (2018) sýndu hinsvegar fram á að um það bil helmingur kvenna sem gengu með tvíbura höfðu áhuga á að komast í meðferð vegna geðheilbrigðisvandamála ekki einung- is á meðgöngunni heldur einnig fyrsta árið eftir fæðingu. Því er talið mikilvægt að huga áfram að andlegri líðan þeirra eftir að tvíburarnir eru komnir í heiminn. Í viðtölunum mátti greinilega sjá hversu mikilvægt t.d. stuðningsnetið var fyrir andlega líð- an kvennanna bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Anna upplifði einangrun, stundum lítið sjálfstraust og depurð og sagði: „… mér fannst ég svolítið ein- angruð og mér hefur sárnað ógeðslega mikið … að eftir að við áttum þá að þá bara hefur eiginlega enginn - nánast bara ekkert - suma höfum við ekki einu sinni séð“. Hjá Erlu voru undarlegir tímar í gangi þar sem fyrsta bylgja Covid-19 veirunnar hafði gífurleg áhrif en samgöngubann ríkti í landinu. Hún lýsti líðan sinni þannig: „Þetta eru náttúrulega ótrúlega skrítnir tím- ar skilurðu, stundum verður maður svona, það búbblast yfir mann eitthvað svona oh er ég bara ein í heiminum en svo man maður bara að það eru allir í þessu. En þú veist dagurinn einhvern veginn er bara bleia, brjóst, brjóst, bleia, bleia, brjóst og allt þetta ... og svo hittir maður engan, ég bara lokaði okkur alveg af“. Líðan tvíburamæðra eftir fæðingu Fjallað hefur verið um þær tilfinningaflækjur sem for- eldrar geta upplifað eftir fæðingu tvíbura. Til dæmis geta sumir foreldrar átt í erfiðleikum með að þekkja börnin í sundur og upplifa skömm vegna þess. Tví- buramæður geta tengst öðru barninu betur en hinu og finna þá til sektarkenndar en mikilvægt er að upplýsa þær um að þetta geti verið eðlilegt í fyrstu og þá sérstaklega ef börnin eru með mismunandi skapgerð (Bryan, 2005). Flækjustigið við að tengjast tveimur börnum á sama tíma getur oft valdið tals- verðu tilfinningalegu álagi og því er mikilvægt að huga snemma að mögulegum úrræðum og aðstoð við þessar konur. Ef konurnar upplifa sektarkennd getur það komið í veg fyrir að þær viðurkenni erf- iðleikana og þiggi þá hjálp og stuðning sem þær þarfnast (Bryan, 2005; Damato, 2004; Klock, 2004). Því er mikilvægt að ljósmæður og annað heilbrigð- isstarfsfólk sem sinna tvíburakonum skimi fyrir ein- kennum geðheilbrigðisvandamála (Damato, 2004). Samkvæmt niðurstöðum rannsókna hefur fæðing tvíbura bæði félagsleg og sálræn áhrif á foreld- rana og eru auknar líkur á að þeir upplifi örmögn- un, þunglyndi og kvíða (Bryan, 2002; Choi, Bishai og Minkovitz, 2009; Elster, 2000; Klock, 2004). For- eldrarnir verða frekar félagslega einangraðir vegna umönnunar barnanna og hærri tíðni skilnaðar er meðal foreldra tvíbura (Choi, Bishai og Minkovitz, 2009; Elster, 2000; Klock, 2004). Denton og O´Brien (2017) telja eðlilegt að konur upplifi örmögnun eftir fæðingu tvíbura og að þessi nýju verkefni séu þeim oft ofviða en ljósmæður verði samt sem áður ávallt að vera vakandi fyrir einkennum þunglyndis eftir fæðingu. Samkvæmt Damato (2004) er mikilvægt að bregðast fljótt við slíkum einkennum þar sem þau geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði móð- ur og börn og haft slæm áhrif á tengslamyndun eftir fæðingu (Damato, 2004). Niðurstöður fræðilegrar samantektar van den Akker o.fl. (2016) fjölluðu um mikilvægi þess að rannsaka andlega líðan kvenna allt að ári eftir fæðingu tvíbura en það virtist ekki vera fyrr en að loknu fyrsta árinu sem dró úr áhættu á þunglyndi og kvíða. Í rannsókn Wenze og Battle (2018) kom einnig í ljós að konur voru líklegri til að upplifa alvarlegri einkenni þunglyndis og kvíða ef þær voru ógiftar þegar tvíburarnir fæddust, ef fjár- hagur var ekki fullnægjandi, ef tvíburarnir fæddust of snemma og ef svefngæði þeirra voru léleg undir lok meðgöngu og á fyrstu þremur mánuðum eftir fæðingu (Wenze og Battle, 2018). Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru engar birtar rannsóknir til sem hafa lagt áherslu á að þróa mæli- tæki og aðferðir sem ætluð eru til að koma í veg fyrir eða meðhöndla geðvanda sem upp getur komið á meðgöngu, sem beinist sérstaklega að foreldrum tvíbura (Elster, 2000; Wenze og Battle, 2018). Þetta er mjög óheppilegt í okkar nútíma samfélagi þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.