Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 42

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 42
42 áhættumeðganga, að þá bara einhvern veginn var ég í svo góðu eftirliti. Bara líka af því ég hitti svo ótrúlega jákvæða fagaðila þú veist Ebba [fæðingar- læknir] tók á móti mér fyrst, hún var náttúrulega svona rosalega jákvæð og einhvern veginn svona geislandi og svo bara strax Ingibjörg [sérfræðiljós- móðir] og þetta var bara allt eitthvað svo allt í lagi. Þrátt fyrir aukna áhættu á kvíða og þunglyndi kom í ljós í rannsókn Wenze og Battle (2018) að í um 63% tilfella ræddu heilbrigðisstarfsmenn ekki um nein geðheilbrigðisvandamál sem upp gátu komið eftir fæðingu tvíbura. Ástæðan var ýmist sú að þeim fannst óþægilegt að ræða við konurnar um þung- lyndi, þá skorti viðeigandi leiðbeiningar eða þjálfun varðandi skimun fyrir þunglyndi eða töldu ranglega að konurnar vildu síður vera spurðar spurninga sem gætu valdið þeim óþægindum (Wenze og Battle, 2018). Þetta er mjög alvarlegt vandamál þar sem niðurstöður rannsóknar Benute o.fl. (2013) sýndu fram á að tæplega helmingur kvennanna upplifði streitu, 27,5% taldi sig ekki fá nægan stuðning frá maka, 15% fannst skorta félagslegan stuðning og rúmlega 21% upplifðu lágt sjálfstraust. Konurnar upplifðu streitu, skort á stuðningi, áhyggjur sem tengdust verulegum líkamsbreytingum og nei- kvæðar tilfinningar yfir því að vera að fara eignast tvíbura (Benute o.fl., 2013). Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi skimun- ar og þess að ljósmæður noti viðeigandi aðferðir til að meta andlega líðan kvenna á meðgöngu og fyrirbyggja þannig vandamál eftir fæðingu. Ákveðn- ir spurningalistar eða kvarðar hafa verið lagðir fyrir konur á meðgöngu og eftir fæðingu og er til- gangurinn að greina einkenni geðheilbrigðisvanda- mála eins og þunglyndis og kvíða til að hægt sé að bregðast fljótt við með viðeigandi meðferðarúrræð- um. (Benute o.fl., 2013). Sambærilegir spurningalist- ar hafa verið notaðir hér á landi til að skima fyrir ein- kennum andlegrar vanlíðanar og í meðgönguvernd heilsugæslustöðvanna hefur verið stuðst við GAD-7 mælikvarðann til að meta einkenni kvíða og EPDS til að meta einkenni þunglyndis hjá öllum konum við 16 vikna meðgöngu (Heilsugæslan, 2017). Þegar konurnar í viðtölunum voru spurðar um skimun fyrir einkennum kvíða og þunglyndis á meðgöngu tjáðu þær sig hvorugar um að hafa fyllt út spurningalista varðandi slík einkenni. Á göngudeild meðgöngu- verndar á Landspítalanum hefur frá byrjun árs 2020 verið stuðst við GAD-7 og EPDS í 16 vikna mæðra- skoðun kvenna, m.a. hjá þeim sem ganga með tvíbura en fram að þeim tíma voru engir slíkir list- ar notaðir (Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðiljósmóðir, munnleg heimild, fjarfundur, 3. apríl, 2020). Þróa þarf sérstakar aðferðir eða mælitæki til að meta andlega líðan kvenna eftir fæðingu tvíbura og mikilvægt er að huga að flestum þeim hindrunum sem upp geta komið. Mikilvægt er að huga að því að foreldrar hafa miklar áhyggjur af allri skipulagn- ingu sem fylgir því að eignast tvíbura og má þá t.d. nefna ófyrirséðan tímaskort t.d. vegna lengri tíma brjóstagjafar. Bara það að eiga í erfiðleikum með að yfirgefa húsið getur verið veruleg hindrun fyrir að- gangi að hefðbundinni geðheilbrigðisþjónustu og vissulega þyrfti því að taka tillit til þessara þátta svo hægt væri að þróa árangursrík mælitæki og með- ferðarúrræði fyrir þessar konur (Wenze og Battle, 2018). Í viðtölunum kom í ljós að andleg líðan Erlu og Önnu var góð eftir fæðingu tvíburanna en hægt var að sjá sameiginlega þætti hjá þeim, t.d. varðandi erf- iðleika við brjóstagjöf og hvað tengslamyndun við börnin og stuðningsnet þeirra skipti þær miklu máli, en þær upplifðu báðar góðan stuðning frá mökum sínum, ljósmóður og nánustu ættingjum. Þó ekki hafi verið notuð ákveðin mælitæki til að skima fyrir andlegri líðan kvennanna sem tóku þátt í viðtölun- um virtist það ekki koma að sök og greinilegt var að þétt eftirlit í meðgönguverndinni, samfella og góður stuðningur þar fékk þær til að upplifa sig ör- uggar. Þegar þær voru spurðar um andlega líðan á meðgöngu og eftir fæðingu tjáði hvorug þeirra sig um að hafa upplifað alvarlegt þunglyndi eða kvíða. Þegar kemur að meðferðarúrræðum hefur kom- ið fram í erlendum rannsóknum að meðal þeirra kvenna sem upplifa andlega vanlíðan hafa flestar konur áhuga á að fá einstaklingsmeðferð, meðferð á netinu og/eða hópmeðferð. Flestar konur nota netið og geta notað viðeigandi meðferðir þegar þeim hentar en þurftu ekki að bóka sig í fyrirfram ákveðinn tíma. Það veitir þeim öryggi að geta not- að snjallsíma og tölvur til að leita eftir stuðningi (Wenze og Battle, 2018). Þegar kemur að okkar íslenska netheimi þá gæti vefsíðan heilsuvera.is hentað tvíburakonum en hún er samstarfsverkefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.