Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 44

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 44
44 Fósturmissir: Ein af hverjum þremur Að missa fóstur getur verið sorgleg reynsla og finna mörg sem í gegnum hana ganga þörf fyrir að afla sér upplýsinga um allt sem missinum tengist. Talið er að ein af hverjum þremur konum missi fóstur á frjósemisskeiði sínu. Rannsóknir og upplýsingar um fósturmissi eru þó af skornum skammti og hingað til hefur þessi reynsla verið sveipuð þagnarhjúpi. Komin er út bók sem; annars vegar er fræðsla um fósturmissi sem ætluð er almenningi og hins vegar reynslusögur fólks af því að missa fóstur. Vonast höfundar til að með bókinni fái fólk sem gengur í gegnum fósturmissi og aðstandendur þeirra einhver svör við þeim spurningum sem á þeim brenna og finni umfram allt að þau eru ekki ein. Bókin getur einnig nýst heilbrigðis- starfsfólki og nemendum í heilbrigðisvísindum til þess að fá betur innsýn í reynsluheim fólks sem missir fóstur og hvað það er sem fólki finnst mikilvægt í umönnun heilbrigðisstarfsfólks. Höfundar bókarinnar eru: Júlí Ósk Antonsdóttir er lögfræðingur og starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Norðurlandi og sem aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er móðir þriggja dásamlegra barna og þriggja lítilla engla sem fóru eftir 6-11 vikna meðgöngu. Sigfríður Inga Karlsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir með doktorspróf í ljósmóðurfræði og starfar sem dósent við Háskólann á Akureyri. Hún er móðir þriggja yndislegra stelpna og á einn lítinn engil sem fór eftir 12 vikna meðgöngu. Sigríður Halldórsdóttir er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í heilbrigðisvísindum og er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er móðir þriggja gleðigjafa og amma fimm barna. Hún á líka einn lítinn engil á himnum sem fór eftir 10 vikna meðgöngu. Blessuð sé minning ljósmæðra sem létust á árinu 2020

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.