Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 49

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 49
49 lifunina; endalaust álag í vinnu fer illa með mann og áfallið og áhrifin þegar frá líður. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur upplifðu sig eina í áfallinu, stuðningurinn var takmarkaður og álag á vinnustað yfirþyrmandi. Alvarlegu atvikin höfðu bæði áhrif á andlega og líkamlega líðan ljós- mæðranna. Þær upplifðu höfnun, skort á skilningi og jafnvel að hafa misst hluta af sjálfum sér, en aðrar sögðu að reynsla hefði þrátt fyrir allt þroskað þær. Að yfirgefa starf sitt í kjölfar alvarlegs atviks í starfi hefur gríðarleg áhrif á líf og líðan ljósmæðra. Skapa þarf styðjandi og hvetjandi umhverfi fyrir ljósmæður sem upplifa áföll í starfi og gefa rými til úrvinnslu og bata. Lykilhugtök: Ljósmæður, alvarleg atvik, stuðn- ingur, áföll, fyrirbærafræði. Abstract Midwives who work at delivery wards and ex- perience serious incidents during childbirth are more likely to leave their profession than those who have not experienced such incidents. Furthermore, support after experiencing a serious incident during work can improve their wellbeing and speed up their recovery. The purpose of this study was to investigate how midwives experience leaving their profession following a serious incident during birth. The research questions were two; What is midwi- ves experience of quitting their job as a midwife at labour wards after serious incident and what is midwives’ experiences of support after experience such incident. The research design was qualitative, using the Vancouver-School of Doing Phenomen- ology-method. Seven midwives, chosen by pur- poseful sample and snowball sample, were intervi- ewed once or twice each by use of a non-structured interview in a total of twelve interviews. The main theme identified was named; It stays with you for- ever. There were seven themes; Support or the lack thereof; too weak to stand up for myself; to lose a part of oneself or become yourself again; a learning opportunity; previous experiences have an effect; never ending pressure has an effect and the shock and the impact. The main results are that particip- ants felt alone during the traumatic event, support was limited and workplace stress was overwhelm- ing. The traumatic event had an effect on both their mental and physical health. They experienced rejection and a lack of understanding but some of them were able to use the events for personal development while others felt like they lost a part of themselves. Leaving their profession following a serious incident has a tremendous impact on the lives and wellbeing of midwives. A supportive and encouraging environment for those midwives is important and they need space to process and to heal after such an incidence. Key words: Midwives, serious incidents, support, traumatic events, phenomenology. Inngangur Ljósmæður sem vinna við fæðingar upplifa flestar einhvern tímann á starfsævinni alvarleg atvik í sínu starfi sem ógna lífi móður og/eða barns. Áhrif og afleiðingar slíkrar upplifunar eru mismiklar en alvar- leiki atviksins og útkoma móður og barns hafa mik- ið að segja (Javid, Hyett og Homer, 2018). Sérstök áhersla ætti að vera á það að draga úr álagi og líkum á kulnun í starfi, (Hoffman, 2018). Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að áhrif slíkra aðstæðna verða frekar til þess að ljósmæður og fæðingar- læknar íhuga að yfirgefa starf sitt (Wahlberg, Hög- berg og Emmelin, 2019; Wahlberg, o.fl., 2016; Hammig, 2018; Spiby o.fl., 2018; Leinweber, Creedy, Rowe og Gamble 2017; Whalberg o.fl., 2016). Sam- kvæmt rannsóknum kemur fram að ljósmæður upp- lifa mikið álag í starfi sem eykur líkur á því að þær yfirgefi stéttina, er raunveruleg hætta á skorti á ljós- mæðrum í flestum löndum og mikilvægt að skoða hvað hægt er að gera til að sporna gegn þeirri þró- un (Holland, Tham og Gill, 2018; Spiby o.fl., 2018; Sheen, Spiby og Slade, 2016). Ljósmæður verða reglulega útsettar fyrir streitu- valdandi atvikum eða aðstæðum í starfi sínu og hafa rannsóknir sýnt að slíkt getur haft áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu (Cohen, Leykin, Golan- -Hadari, og Lahad, 2017; Fenwick, Lubomski, Dreedy og Sidebotham, 2018; Hammig, 2018; Schrøder, Larsen, Jørgensen og Hjelmborg, 2016; Björg Sig- urðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2014). Ljósmæð- ur eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvilla eins og þunglyndi og kvíða og að upplifa kulnun í starfi (Favr-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.