Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 49

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 49
49 lifunina; endalaust álag í vinnu fer illa með mann og áfallið og áhrifin þegar frá líður. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur upplifðu sig eina í áfallinu, stuðningurinn var takmarkaður og álag á vinnustað yfirþyrmandi. Alvarlegu atvikin höfðu bæði áhrif á andlega og líkamlega líðan ljós- mæðranna. Þær upplifðu höfnun, skort á skilningi og jafnvel að hafa misst hluta af sjálfum sér, en aðrar sögðu að reynsla hefði þrátt fyrir allt þroskað þær. Að yfirgefa starf sitt í kjölfar alvarlegs atviks í starfi hefur gríðarleg áhrif á líf og líðan ljósmæðra. Skapa þarf styðjandi og hvetjandi umhverfi fyrir ljósmæður sem upplifa áföll í starfi og gefa rými til úrvinnslu og bata. Lykilhugtök: Ljósmæður, alvarleg atvik, stuðn- ingur, áföll, fyrirbærafræði. Abstract Midwives who work at delivery wards and ex- perience serious incidents during childbirth are more likely to leave their profession than those who have not experienced such incidents. Furthermore, support after experiencing a serious incident during work can improve their wellbeing and speed up their recovery. The purpose of this study was to investigate how midwives experience leaving their profession following a serious incident during birth. The research questions were two; What is midwi- ves experience of quitting their job as a midwife at labour wards after serious incident and what is midwives’ experiences of support after experience such incident. The research design was qualitative, using the Vancouver-School of Doing Phenomen- ology-method. Seven midwives, chosen by pur- poseful sample and snowball sample, were intervi- ewed once or twice each by use of a non-structured interview in a total of twelve interviews. The main theme identified was named; It stays with you for- ever. There were seven themes; Support or the lack thereof; too weak to stand up for myself; to lose a part of oneself or become yourself again; a learning opportunity; previous experiences have an effect; never ending pressure has an effect and the shock and the impact. The main results are that particip- ants felt alone during the traumatic event, support was limited and workplace stress was overwhelm- ing. The traumatic event had an effect on both their mental and physical health. They experienced rejection and a lack of understanding but some of them were able to use the events for personal development while others felt like they lost a part of themselves. Leaving their profession following a serious incident has a tremendous impact on the lives and wellbeing of midwives. A supportive and encouraging environment for those midwives is important and they need space to process and to heal after such an incidence. Key words: Midwives, serious incidents, support, traumatic events, phenomenology. Inngangur Ljósmæður sem vinna við fæðingar upplifa flestar einhvern tímann á starfsævinni alvarleg atvik í sínu starfi sem ógna lífi móður og/eða barns. Áhrif og afleiðingar slíkrar upplifunar eru mismiklar en alvar- leiki atviksins og útkoma móður og barns hafa mik- ið að segja (Javid, Hyett og Homer, 2018). Sérstök áhersla ætti að vera á það að draga úr álagi og líkum á kulnun í starfi, (Hoffman, 2018). Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að áhrif slíkra aðstæðna verða frekar til þess að ljósmæður og fæðingar- læknar íhuga að yfirgefa starf sitt (Wahlberg, Hög- berg og Emmelin, 2019; Wahlberg, o.fl., 2016; Hammig, 2018; Spiby o.fl., 2018; Leinweber, Creedy, Rowe og Gamble 2017; Whalberg o.fl., 2016). Sam- kvæmt rannsóknum kemur fram að ljósmæður upp- lifa mikið álag í starfi sem eykur líkur á því að þær yfirgefi stéttina, er raunveruleg hætta á skorti á ljós- mæðrum í flestum löndum og mikilvægt að skoða hvað hægt er að gera til að sporna gegn þeirri þró- un (Holland, Tham og Gill, 2018; Spiby o.fl., 2018; Sheen, Spiby og Slade, 2016). Ljósmæður verða reglulega útsettar fyrir streitu- valdandi atvikum eða aðstæðum í starfi sínu og hafa rannsóknir sýnt að slíkt getur haft áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu (Cohen, Leykin, Golan- -Hadari, og Lahad, 2017; Fenwick, Lubomski, Dreedy og Sidebotham, 2018; Hammig, 2018; Schrøder, Larsen, Jørgensen og Hjelmborg, 2016; Björg Sig- urðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2014). Ljósmæð- ur eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvilla eins og þunglyndi og kvíða og að upplifa kulnun í starfi (Favr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.