Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 54

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 54
54 vaktir eða þreytt eftir vaktir... Þetta var rosalega góð ákvörðun fyrir mig. Tækifæri til að læra Margar ljósmæðurnar voru enn að kljást við af- leiðingar atviksins og þess að hætta að vinna við fæðingar en sumar þeirra lýstu því hvernig þær hefðu þrátt fyrir allt lært nýja hluti og væru sterk- ari á eftir. Þær lögðu hins vegar mikla áherslu á að stuðningurinn hefði verið þeim nauðsynlegur til þess að vinna úr atvikinu og því að hætta að starfa við fæðingar svo þær hefðu getað litið á það sem tækifæri til að vaxa og dafna. Stuðningurinn gat bæði komið frá ljósmæðrum sem voru fyrrverandi vinnufélagar, í formi þess að fá að ræða um líðan sína við þær, sýna þeim hluttekningu eða formleg- ur stuðningur, til dæmis frá sálfræðingi eða presti. Þær töluðu um að sleppa reiðinni og að fyrirgefa hefði verið lykilþáttur í því að nota upplifunina til þess að eflast og dafna. Ein þeirra lýsti þessu svona: Ég vona bara að þær sem lenda í svona lög- uðu hverfi ekki frá starfinu sem maður elskar og fólk fái bara þann stuðning sem það þarf og maður verði bara þroskaðri manneskja á eftir, það er það sem mér finnst þetta hafa gert mér... Mér finnst ég reyna að nota alla hluti, sama hversu slæmir sem þeir eru til að læra af þeim og vaxa... Mér finnst ég hafa lært alveg ótrúlega mikið af þessu. Aðstæður og fyrri reynsla spilar inn í upplifunina Ljósmæðurnar sögðu frá því hvernig aðstæður, andleg og líkamleg líðan þeirra utan vinnu og fyrri reynsla hefði haft áhrif á upplifun þeirra og áhrif á hversu vel þær væru búnar undir áföll í starfi. Ein ljósmóðir lýsti þessu á þennan hátt: Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta burnout í kjölfarið á þessu atviki, burnout að því leyti að starfið varð mér ofviða, aðallega andlega en kannski var þetta ekki beint það sem mað- ur kallar burnout út af of miklu vinnuálagi, heldur meira bara út af andlegu álagi sem var afleiðing þessa áfalls auk annarra þátta. Ég meina það voru ýmis atvik í mínu lífi líka sem voru rosalega erfið og rosaleg áföll í mínu lífi og svo bara gerist þetta atvik og þetta í raun og veru bara bugaði mig. Endalaust álag í vinnu fer illa með mann Allar ljósmæðurnar ræddu mikið um álag á vinnu- stað og áhrif þess sem þær tengdu því að hafa tekið ákvörðun að hætta eftir alvarlegt atvik í starfi. Ljósmæðrum sem tóku þátt í rannsókninni var tíð- rætt um mikla vaktabyrði, erfiðar starfsaðstæður, ófullnægjandi mönnun og að samskipti við skjól- stæðinga og samstarfsfólk gætu verið krefjandi. Ein ljósmóðirin lýsti álaginu og áhrifum þess svona: Þú verður bara að halda áfram... og alltaf brosið uppi, alveg sama hvað þú varst að gera... maður gerir þetta bara, þú átt engan annan séns, það er fólk sem þarf á þér að halda... maður setur bara alltaf upp grímuna og heldur áfram. En svo gerist eitthvað alvarlegt og þú bara getur ekki meira. Allar ljósmæðurnar töluðu um hvaða áhrif álagið hefði á þær en þar gat verið um bæði andleg og lík- amleg áhrif að ræða. Þessu var til dæmis lýst svona: Ég var bara svona búin á því. Ég sef ekkert, ég er bara ógeðslega dofin. Þetta var bara „my reaction“, ég bara hrundi. Ég var oft mjög þreytt og leið. Það er bara svo rosalega mikið álag sem fylgir þessari vinnu. Áfallið og áhrifin þegar frá líður Allar ljósmæðurnar voru sammála um að þessi lífs- reynsla myndi búa með þeim til framtíðar. Undir sjöunda og síðasta þemanu voru greind þrjú undir- þemu, viðbrögð samfélagsins, áhrif áfallsins þegar frá líður og lífið heldur áfram. Fyrsta undirþemað var viðbrögð samfélagsins en þátttakendur nefndu áhyggjur sínar af viðbrögðum samstarfsfólks, mögulegri og/eða raunverulegri fjölmiðlaumfjöllun og þá upplifun að standa einar í áfallinu. Þær voru hræddar um áfellisdóma samstarfsfólks og fjölmiðla og upplifðu sig varnarlausar. Ein þeirra sem lýsti því hversu hrædd hún var við fjölmiðlaumfjöllun og áfellisdóma samstarfsfólks: Ég var einhvern veginn ein í þessu áfalli. Þetta er slys sem verður... slys í þessu fagi verða bara

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.