Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 63

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 63
63 oft eru lífsstílstengdir en hægt er að lágmarka áhrif þeirra með hvíld frá vinnu og minna áreiti. Komi konur hvíldar inn í fæðingu vegnar þeim betur og líðan þeirra er betri. Til þess að styðja við þetta mælti félagið með því að konur fengju svokallað meðgönguorlof. Þá myndi fæðingar- orlof móður hefjast við 36 vikna meðgöngu, líkt og þekkist í Danmörku og Noregi, svo ekki þurfi að koma til veikindaleyfis í lok meðgöngu. Með- gönguorlofsbætur þessar yrðu aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá í fæðingarorlof eftir fæðingu barnsins. Þessi liður var aðeins ræddur í velferðarnefndinni og möguleikann á að koma þessu inn í gegnum kjarasamninga. Að lokum var minnst á hve þjóðhagslega hagkvæmt það er að styðja við brjóstagjöf og að fæðingarorlof ætti að vera í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) og Embætti landlæknis um brjóstagjöf. Brjóstagjöf er mikil skuldbinding og henni getur fylgt álag sem samræmist illa fullri vinnu. Því er ekki samræmi í því að hvetja til 6 mánaða brjóstagjafar eingöngu og brjósta- gjafar í a.m.k. ár samhliða fastri fæðu og að móðir byrji að vinna eftir 6 eða 7 mánuði. Töl- ur sýna að 85% mæðra taka 6 mánaða orlof í núverandi kerfi og 75% þeirra dreifa orlofinu, í flestum tilvikum á 12 mánuði. Það hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur kvenna og ráðstöfunartekjur að vera ekki með fullar tekjur í heilt ár. Sveigjanleiki og hvati í fyrirrúmi Svo virðist sem mæður vilji frekar taka lengra or- lof en feður, en um þriðjungur feðra hefur ekki nýtt fullan sjálfstæðan rétt sinn til orlofs síðustu ár. Líklegasta skýringin á því er tekjuskerðing heimilisins. Mikil aukning hefur átt sér stað á þátttöku feðra í uppeldi barna sinna síðustu ár. Til þess að vinna að auknu jafnrétti þarf að skapa hvata fyrir feður að taka meiri þátt inni á heimilinu án þess að það komi niður á tekjum mæðra. Það er stórt verkefni sem verður ekki leyst með einu frumvarpi.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.