Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 64

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 64
64 „Mæður lífs og ljóss“ -viðtal við Kristínu Svövu Tómasdóttur skáld- Rut Guðmundsdóttir Á dögunum kom út bókin Hetjusögur sem er fjórða ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur. Kristín Svava er eflaust mörgum lesendum kunn en áður hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur: Blótgælur (2007), Skrælingjasýninguna (2011) og Stormviðvörun (2015) og tvær fræðibækur: Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingar- innar (2018) og Konur sem kjósa - aldarsaga sem hún skrifaði ásamt þremur öðrum fræðikonum og kom út nú í haust. Kristín Svava hefur með skrif- um sínum fest sig í sessi meðal okkar fremstu höf- unda bæði sem skáld og fræðimaður. Hetjusögur er ort upp úr bókaflokknum Ís- lenskar ljósmæður I-III frá árunum 1962-1964. Bókaflokkurinn er ómetanleg heimild um líf og störf ljósmæðra á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu og hefur að geyma bæði endurminningar ljósmæðra sjálfra og æviþætti ritaða af öðrum. Ljóðin í bók Kristínar Svövu mynda eina samfellda frásögn frá æskudraumum ungra stúlkna, raunum þeirra og hetjudáðum í ljósmæðrastarfinu að ævikvöldinu. Eftir að hafa hlustað á Kristínu Svövu lesa upp úr, þá óútkomn- um, Hetjusögum síðasta sumar heillaðist ég um leið af ljóðunum líkt og ég hafði heillast af ljós- mæðrasögunum á sínum tíma. Kristínu tekst á al- veg einstakan hátt að fanga sagnaheim bókanna með ljóðlínum sem opna upp heilu heimana. Kristín Svava var að sjálfsögðu lokkuð í viðtal í Ljósmæðrablaðið og var fyrst spurð að því hvern- ig það kom eiginlega til að hún skrifaði ljóðabók um löngu liðnar ljósmæður? „Ég kynntist þessu verki Íslenskar ljósmæður, sem bókin byggir á, fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna á Þjóðarbókhlöðunni og fannst þær algjörlega magnaðar. Ég er svona „þjóðlegs fróðleiks“-týpa og náttúrulega sagnfræðingur þannig að ég er oft að grúska í gömlum bókum, frásagnarþáttum og hrakningasögum, sérstak- lega þegar skammdegið hellist yfir þá er ég kom-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.