Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 66

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 66
66 ar. Svo er guð augljóslega sterkur þráður í sögun- um og mjög áhugavert element í hetjusögum. Það er alltaf þessi æðri máttur sem fylgir hetj- unum og svo ótrúlega fallegt hvernig ljósmóðir- in setur traust sitt á guð og konurnar setja svo traust sitt á ljósmóðurina. Svo er sumt í sögunum sem er alveg pínu fyndið og ótrúlegt eins og til dæmis virðist hver einasta ljósmóðir hafa unnið í einu erfiðasta og torfærasta umdæmi landsins og svo er líka þessi rosalega áhersla á að aldrei hafi hún misst barn eða sængurkonu sem er kannski ólíklegt að eigi við um allar þær konur sem það er sagt um“. Eitt stefið í bókinni snýr að launum ljósmæðranna sem oft voru lítil eða engin. Við ljósmæður höfum einmitt oft velt því fyrir okkur hvort sú rómantíska mynd sem í gegnum tíðina hefur verið dregin upp af hinni góðu, fórnfúsu ljósmóður sem fær köllun, helgar sig starfinu og ætlast ekki til launa hafi stundum flækst fyr- ir okkur og valdið því að við séum ekki teknar alvarlega sem fagmenn eða að sú hugmynd grasseri ennþá að ljósmæður þurfi ekki laun af því að þær njóti þess svo að vinna vinnuna sína. „Já, þetta er mjög áhugavert og kemur einmitt fram í launakaflanum í bókinni, það er slíkt yfir- flóandi magn af árituðum skrautrituðum skjölum og þakklætisvottum í þessum bókum að það er alveg klikkað. Ljósmæðurnar nutu mikils þakk- lætis og aðdáunar í nærsamfélaginu en að sama skapi kemur víða fram tregðan til að meta vinnu þeirra til veraldlegra launa“. Kristín segir að það hafi einmitt kveikt áhuga hennar þegar hún las bækurnar að hugsa um hvar sagan liggi og svo hvar raunveruleikinn liggi og í raun hver munur- inn sé á milli beinharða raunveruleikans og svo mýtunnar. Sagnfræðin og ljóðlistin Það er merkilegt hvernig sýn okkar á fortíðina getur breyst þegar hún er sett í nýtt samhengi. Stundum virðist gamli tíminn eitthvað svo óvið- eigandi í samhengi dagsins í dag eða svo vitnað sé til eins ljóðanna í bókinni: „eins og / ranglega orðuð setning / sem strika þurfi yfir / sem vendi- legast“ En hvaða máli skipta þessar gömlu sögur, er mikilvægt að við höldum áfram að lesa þær og halda þeim á lofti? „Já, ég held að það skipti mjög miklu máli. Fortíðin er alltaf hluti af samfélaginu þó að við þurfum alls ekki að lifa í henni. Fólk er alltaf að hugsa um söguna og segja sögur af fortíðinni og þegar það er gert þá er mjög mikilvægt að hún sé sögð í þeirri fjölbreytni sem hún var. Ef sagan er til dæmis sögð nógu oft án þess að konur taki þátt í henni verður til sú mynd að þær hafi ekki verið þátttakendur í samfélaginu og það er nátt- úrulega bæði óréttlátt og setur konur í eitthvað hlutverk sem þær voru ekki í. Þær voru líka ger- endur í eigin lífi og í samfélaginu og skiptu máli og voru alveg jafn mikill helmingur af öllu og þær hafa verið síðan. Fyrir utan það þá er fólk líka al- veg einstaklega áhugasamt um þessa sögu, það er eitthvað í henni sem fólk tengir við. Þannig að já, ég myndi segja að það væri bæði mikilvægt að segja þessar sögur og skemmtilegt“. Krist- ín segir að sögur kvenna hafi oft lent út í kanti í gegnum tíðina og talað um að skortur sé á heim- ildum um ýmis viðfangsefni. Hún bendir þó á að það sé alltaf spurning um hvernig heimildir séu lesnar, hvaða heimildir séu dregnar fram og hvert sjónarhornið sé. Oft þurfi svo ótrúlega lítið til þess að myndin breytist. Eins og fyrr segir þá er Kristín Svava bæði sagnfræðingur og skáld og gefur einmitt út bók á báðum sviðum fyrir þessi jól. Konur sem kjósa - aldarsaga er hin bókin, sem hún er með- höfundur að ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þor- valdsdóttur, og er mjög metnaðarfullt verk um líf og baráttu íslenskra kvenna í átt að því að verða fullgildir borgarar í samfélaginu. Í henni er stjórn- málaumhverfi greint og saga kvennabaráttunnar á Íslandi rakin áratug fyrir áratug, allt frá því að konur fengu kosningarétt 1915 til dagsins í dag. Talsvert er fjallað um það hvernig kvennabarátt- an hefur verið háð. Annars vegar með áherslu á sameiginlegan reynsluheim kvenna og samstöðu og hins vegar með einstaklingsframtakinu og áherslu á að konur séu ekki allar settar undir sama hatt bara af því að þær séu konur. Í þessu sam- hengi langaði mig að spyrja Kristínu hvort hún hafi staldrað við þá ákvörðun að taka frásagnir af mörgum konum og steypa þeim saman í eina frásögn eða eina konu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.